Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2011 03:20

Guðrún Brá og Axel sigruðu í stigamótinu á Garðavelli

Ung Hafnafjarðarmær Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK sigraði í kvennaflokki á fyrsta stigamóti sumarsins á Eimskipsmótaröðinni sem haldið var á Garðavelli á Akranesi um helgina. Guðrún Brá, sem var fyrir seinni hringinn í þriðja sæti, lék best allra kvenna á sunnudag og endaði á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari, en samtals lék hún hringina tvo á 148 höggum eða fjórum yfir pari. Axel Bóasson GK lék mjög vel á mótinu og sigraði í karlaflokknum. Axel lék á 137 höggum sem er sjö höggum undir pari. Arnar Snær Hákonarson GR varð í öðru sæti á 144 höggum eða á pari. Í þriðja sæti varð Stefán Már Stefánsson GR á 146 höggum eða tveimur yfir pari.

 

 

 

 

Veðurfarslega voru aðstæður ekki upp á það allra besta á Garðavelli um helgina, en stinningskaldi að norðaustri var báða dagana, en sú átt er slæm á vellinum. Engu að síður fylgdist fjöldi fólks með keppninni báða dagana. Signý Arnórsdóttir GK varð í öðru sæti í kvennaflokknum á 150 höggum eða sex yfir pari. Jafnar í þriðja sæti urðu heimakonan Valdís Þóra Jónsdóttir GL, sem leiddi eftir fyrsta hring, og Heiða Guðnadóttir GKJ, en þær léku báðar á 152 höggum eða átta yfir pari. Valdís Þóra var ekki að spila vel á fyrri níu holunum seinni daginn, en getur að öðru leyti verið sátt við útkomuna á mótinu. Næsta stigamót verður haldið í Vestmannaeyjum, um hvítasunnuhelgina 11.-12. júní.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is