Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. maí. 2011 08:01

Ný og sérútbúin jöklarúta með aðgengi fyrir fatlaða

Nýlega tók ferðaþjónustufyrirtækið Ice 8x8 nýja jöklarútu í notkun en fyrirtækið sérhæfir sig í jökla- og hálendisferðum um Ísland og er með daglegar ferðir upp á Langjökul. Rútan er sérstök að því leyti að aðgengi fyrir fatlaða er gott því aftan á henni er sérstök lyfta, eitthvað sem ekki hefur verið áður á jöklafarartækjum Ice 8x8. „Nú eiga þeir sem eru hreyfihamlaðir mun auðveldara með að komast í ferðir með okkur og allir ættu að komast með,” segir Arngrímur Hermannson forstjóri fyrirtækisins í samtali við Skessuhorn. Boðið er upp á rútuferðir frá BSÍ í Reykjavík klukkan 9 alla daga vikunnar en einnig er farið frá Borgarnesi og Húsafelli. Á leiðinni niður af Langjökli er farið um Kaldadal og geta þeir sem vilja farið áfram á Þingvelli og jafnvel á Gullfoss og Geysi.

 

 

 

„Við ætlum að vera með sérstakar aukaferðir á Jónsmessunótt upp á Langjökul ef veður leyfir og áætlum að fara jafnvel upp á tveggja til þriggja tíma fresti. Þessar ferðir eru skipulagðar í samstarfi við Markaðsskrifstofu Vesturlands og við vonumst til þess að margir komi með okkur upp á jökulinn þá,” segir Arngrímur og tekur fram að jökullinn sé mjög flottur. „Langjökull er nánast laus við ösku og hefur sloppið vel í þessum eldgosum. Það er hægt að skoða heilmargt og við munum útskýra fyrir fólki hvað það er að horfa á hverju sinni. Ég held að Langjökull muni stimpla sig rækilega inn í sumar sem vinsæll áfangastaður ferðamanna.”

 

Nú þegar aðstaða fyrir fatlaða hefur verið stórbætt í jöklarútunni, verða farnar sérstakar ferðir sem miða eingöngu að því að fá þá með? „Nei, í raun ekki. Við getum alltaf tekið alla með svo lengi sem það er pláss. Fólk í hjólastólum kemst t.d. auðveldlega fyrir, við tökum sætin úr til þess að það komist með ef á þarf að halda. Við erum ekki með neitt sérstakt skipulagt eins og er, fólk kemur bara með ef það vill. Lyftan nýtist líka til dæmis þeim sem eldri eru og eiga erfitt með að fara upp tröppurnar inn í farþegarýmið. Einnig nýtum við hana sem einskonar svalir, þar sem fólk getur farið út og fylgst með án þess að þurfa að fara niður á jökulinn,” segir Arngrímur að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is