Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2011 10:50

Hlaða og fjárhús brunnu á Laxholti í Borgarhreppi

Hlaða og fjárhús á bænum Laxholti í Borgarbyggð eyðilögðust í bruna í kvöld. Hlaðan brann með öllu og gjöreyðilagðist allt sem í henni var. Áföst fjárhús eru auk þess mikið brunnin og að líkindum ónýt, en húsin standa þó enn. Í fjárhúsunum var eitthvað af fé þegar eldurinn kom upp og tókst heimilisfólki að hleypa nokkru af því út. Sauðburður var langt kominn á bænum, átta kindur óbornar. Ljóst er að minnsta kosti tíu hrútar drápust, eitthvað af lömbum einnig og hænur. Eldurinn kom upp í hlöðubyggingunni en þar voru tæki geymd. Meðal annars dráttarvél og þrjú fjórhjól, að sögn Kristjáns Finnssonar bónda. Eldurinn kom upp um klukkan 20 í kvöld og var allt tiltækt lið Slökkviliðs Borgarbyggðar kallað á staðinn. Um 30 slökkviliðsmenn börðust við eldinn. Farið var með brunaslöngur í Gufuá sem rennur skammt frá bænum og var því nóg af vatni til slökkvistarfs. Miðað við aðstæður gekk slökkvistarf mjög vel. Um klukkan 22 var búið að slökkva eldinn að mestu og var þá byrjað að flytja heyrúllur frá hlöðunni en eldur kraumaði í þeim. Til marks um hitann sviðnuðu plasthlífar af ruslagámi sem stóð sjö metrum frá hlöðuhorninu í Laxholti.

Að sögn lögreglu liggur ekki fyrir hvað olli brunanum, en líkur eru taldar á að eldurinn hafi komið upp í tækjum sem geymd voru í hlöðunni. Ljóst er að tjón í þessum bruna er mjög mikið, fjárhagslegt og tilfinningalegt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is