Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júní. 2011 12:20

Væru með lítinn bát á skaki ef þeir hefðu ekki keypt kvóta

„Við höfum verið á rækju síðan um páska, prófuðum þetta aðeins í fyrra líka en annars erum við alltaf á dragnót. Við vorum aðeins að skammta okkur kvótann núna og skildum svolítið eftir þannig að við getum farið aftur á dragnótina eftir rækjuveiðarnar,“ segir Anton Ragnarsson skipstjóri á Esjari frá Rifi. Hann segir fjóra vera í áhöfn á rækjuveiðunum og þær hafi gengið illa framan af. „Síðasti túrinn var hins vegar góður þá vorum við með sjö tonn eftir einn og hálfan sólarhring, við máttum þá fara hérna innar en áður. Rækjan er unnin í Grundarfirði.“ Anton segir mokveiði í dragnótina og menn geti veitt eins og þeir vilja og hafa kvóta til. Fjórir eru í áhöfn Esjars og Anton segir yfirleitt ekki róið nema svona tvo daga í viku. Hann segir Esjar hafa verið útbúinn til rækjuveiðanna í fyrra og stuttan tíma taki að skipta yfir á rækjuna.

 

Með Skessuhorni vikunnar fylgir 24 síðna sérblað tileinkað Sjómannadeginum næstkomandi sunnudag. Þar má meðal annars finna viðtöl við sjómenn víða af Vesturlandi til dæmis Anton Ragnarsson skipstjóra á Esjari.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is