Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. maí. 2011 02:06

Lærum nýtt og skemmtilegt

Námskeiðið “Lærum nýtt og skemmtilegt” var haldið í Fjöliðjunni dagana 3. – 24. maí sl. Leiðbeinendur voru Ásta Pála Harðardóttir yfirþroskaþjálfi Fjöliðjunnar, Helga Björk Bjarnadóttir forstöðuþroskaþjálfi búsetuþjónustu fatlaðra á Akranesi og Björn Ágúst Magnússon þroskaþjálfanemi. Farið var í ýmsa þætti eins og hollustu og mataræði, hreinlæti, kynvitund og kynlíf, innkaup og fjármál og að lokum var grillað og borðað saman.

 

 

 

 

“Allir voru áhugasamir og þetta var mjög skemmtilegt,” sögðu Ásta Pála Harðardóttir og Helga Björk Bjarnadóttir í samtali við Skessuhorn. “Á námskeiðinu vöru skráðir 14 þátttakendur og nokkuð jafnt var á kynjahlutfalli. Í hreinlætis-og húðhlutanum var farið yfir húðina, hvernig hún er uppbyggð og hvernig við hugsum vel um hana. Einnig var farið yfir hreinlætið, hvað það er og hvernig við berum okkur að, af hverju mikilvægt sé að þvo sér og efnin og sápurnar sem við notum. Fyrir karlmennina var farið yfir rakstur, hvernig maður ber sig að og hvaða vörur er gott að nota. Í lokin var aðeins farið yfir tannheilsu og umhirðu tanna. Þátttakendur fengu svo prufur af ýmsum snyrtivörum sem við fengum gefins frá Apóteki Vesturlands, Bjargi, Hagkaup í Borgarnesi og Apótekinu í Borgarnesi.”

 

Fengu sundpoka og bíómiða

“Í námskeiðinu um kynvitund og kynlíf var farið yfir okkur sjálf, hver við erum og mikilvægi þess að þekkja sjálfan sig áður en að við tengjumst öðrum náið. Vinir og kærustupar, hver munurinn sé þar á milli. Kynlíf með öðrum og kynlíf með sjálfum sér. Hvað er kynlíf, friðhelgi einkalífsins og einkasvæðin. Ákveðin þjálfun að verja sig og kunna að segja nei. Einnig var farið yfir aðstæður sem við getum lent í þar sem fólk virðir ekki einkasvæðin okkar. Dæmisögur lesnar og myndir skoðaðar. Vert er að taka fram að mömmur.is gáfu öllum þátttakendum sundpoka merkta með nafni hver og eins. Einnig gáfu þau öllum kvenkyns þátttakendum námskeið í sykurmassaskreytingum sem verður í september og ÍA gaf karlkyns þátttakendum ÍA bindi og ÍA húfu. Vinir hallarinnar gáfu svo þátttakendum frímiða í bíó á sunnudaginn síðasta á myndina Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides. Við þökkum öllum þessum fyrirtækjum vel fyrir þeirra gjafir,” sögðu þær Ásta Pála og Helga Björk að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is