Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. júní. 2011 01:39

Landssamband eldri borgara mótmælir skattlagningu lífeyrissjóða

„Stjórn LEB mótmælir harðlega þeim áformum ríkisstjórnar sem koma fram í frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum að skattleggja lífeyrissjóðina um 1,7 milljarða króna,“ segir í tilkynningu frá Landssambandi eldri borgara í dag. Þar segir að þetta sé bein aðför að eldri borgurum og öryrkjum þar sem það hljóti að skerða kjör þeirra þegar ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna er skert sem þessu nemur. „Hér er um eignaupptöku lífeyrisþega að ræða því lífeyrissjóðir eiga ekki eignir, heldur safna þeir upp réttindum fyrir lífeyrisþega til greiðslu síðar.  Að þetta skuli gert á sama tíma og nýbúið er að semja um að lífeyrisþegar fái sömu kjarabætur og samið var um á almennum vinnumarkaði og menn áttu að fá nú 1. júní er forkastanlegt. 

Þarna á greinilega að fá fjármagn til ríkisins frá lífeyrissjóðunum þannig að þeir munu neyðast til að skerða kjör okkar eldri borgara í framtíðinni.   Með öðrum orðum, þær hækkanir sem hugsanlega koma frá Tryggingastofnun  verða aftur teknar frá lífeyrisþegum í gegnum lífeyrissjóðina. Þessum vinnubrögðum mótmælum við í Landssambandi eldri borgara  af fullum þunga, og skorum á Alþingi að samþykkja ekki þetta ákvæði í frumvarpinu sem nú liggur fyrir,“ segir að endingu í ályktun LEB.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is