Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júní. 2011 09:01

Brautskráning nemenda frá Háskólanum á Bifröst

Síðastliðinn laugardag voru tæplega 60 nemendur útskrifaðir frá Háskólanum á Bifröst, úr verslunarstjóranámi, frumgreinanámi, grunnámi í viðskiptafræði, viðskiptalögfræði og heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði ásamt meistaranemum úr öllum deildum skólans. Í útskriftarræðu sinni kom Bryndís Hlöðversdóttir rektor víða við.  Sagði hún m.a. í ræðu sinni að til þess að sporna við óæskilegum umhverfisáhrifum sé nauðsynlegt að beina sjónum að vandanum og að minnsta kosti leitast við að hægja á þróuninni. Háskólar hefðu þar lykilhlutverki að gegna þar sem þeir mennta langflesta nútíma- og framtíðarleiðtoga heimsins, stjórnmálamennina, fólkið sem stýrir fyrirtækjunum, vísindamennina og alla þá sem geta haft áhrif á þróun mála.

Bryndís sagði að Háskólinn á Bifröst hafi farið í gegnum gagnrýna endurskoðun á námsframboði og innihaldi námsins á síðustu árum, með aukna áherslu á samfélagsleg gildi.  Nefndi hún sem dæmi að í viðskiptafræðináminu hafi námsframboð á sviði sjálfbærni, góðra stjórnunarhátta og samfélagsábyrgðar  stórlega verið eflt sem og siðfræði, sem nú er kjarnagrein í grunnnámi í öllum háskóladeildum. Þá sagði Bryndís frá því að Háskólinn á Bifröst hafi byrjað mótun sjálfbærnistefnu, sem lýtur ekki aðeins að námsinnihaldi, heldur einnig að umhverfismálum í háskólaþorpinu, sorphirðu, pappírs- og orkunotkun, bættri lýðheilsu og hollum lífsháttum, þar sem virðing fyrir umhverfi og nærsamfélaginu er í forgrunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is