Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júní. 2011 12:44

Nær 11% samdráttur um göngin í maí

Umferð í Hvalfjarðargöngum dróst saman um tæplega 11% í maí miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta er mjög svipað og mælist hjá Vegagerðinni á hringveginum, þar sem umferð var 10% minni í maí en í fyrra. Þegar horft er til lengri tíma er mikil samsvörun í tölum Spalar fyrir Hvalfjarðargöng og Vegagerðarinnar fyrir þjóðvegina. Þannig dróst umferð í göngunum saman um 8,15% fyrstu fimm mánuði þessa árs en samdrátturinn á landsvísu, tölur Vegagerðarinnar, var 8,8% á sama tíma.

 

 

 

 

 

Á vef Spalar segir að fullvíst megi telja að umferðin í göngunum verði minni í ár en í fyrra, spurningin sé bara hve mikill samdrátturinn verður. Vegagerðin spáði því í byrjun maí að samdrátturinn á landsvísu árið 2011 yrði 8% en nú hefur þeirri spá verið breytt í 8,8,%. Í maí mældist samdráttur á öllum sextán talningarstöðum Vegagerðarinnar á hringveginum. Mest um 23,6% í Öxnadal og um ríflega 22% á Hellisheiði. Minnstur samdráttur var á talningarpóstinum við Úlfarsfell, eða 0,6%.

Ekki eru Spalarmenn að geta sér til um ástæður þessarar minnkunar umferðar, en nærtækasta skýringin hlýtur að vera að nú sé geysihátt eldsneytisverð farið að telja verulega í pyngju landsmanna, bæði álagning olíufélaganna og skattlagning ríkisins á eldsneyti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is