Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. júní. 2011 05:26

Vesturmjólk setur fyrstu vörurnar á markað

Hinn nýi mjólkurvöruframleiðandi, Vesturmjólk ehf í Borgarnesi, dreifði nú á mánudaginn fyrstu framleiðsluvörum sínum í verslanir. Baula – beint úr sveitinni, er vörumerki fyrirtækisins. Fyrstu vörurnar á markað eru þrjár bragðtegundir af jógúrt sem allar eru án viðbætts sykurs og eru nú fáanlegar í nokkrum af helstu matvöruverslunum landsins, svo sem verslunum Kaupáss, Bónuss og Hagkaups. Smám saman bætast síðan fleiri verslanir við, að sögn forsvarsmanna Vesturmjólkur. Á næstunni mun svo verða bætt við fleiri vörutegundum svo sem fituskertri drykkjarmjólk síðar í þessum mánuði, AB mjólk og sýrðum rjóma.

 

 

 

 

 

Vilja samkeppni á markaði

Vesturmjólk  er nýtt sjálfstætt starfandi framleiðslufyrirtæki í mjólkuriðnaði. Það er í eigu þriggja kúabænda á Vesturlandi, undir forystu þeirra Bjarna Bærings Bjarnasonar að Brúarreykjum í Borgarfirði, sem jafnframt er framkvæmdastjóri, Jóhannesar Kristinssonar í Þverholtum á Mýrum og Axels Oddssonar á Kverngrjóti í Dölum. Þeir hófu undirbúning að stofnun fyrirækisins í maí á síðasta ári. “Markmið Vesturmjólkur er að framleiða hágæða mjólkurafurðir og þar með að stuðla að virkri samkeppni á mjólkurmarkaði, til hagsbóta fyrir neytendur. Vesturmjólk er í reynd eini sjálfstæði mjólkurframleiðandinn í landinu og starfar án allra ríkisstyrkja. Ástæða þess að við fórum út í þetta var sú að framleiðslugeta okkar eigin kúabúa er langt umfram kvótastöðu. Þrátt fyrir að landbúnaðarráðherra, með aðstoð MS og Bændasamtakanna, hafi reynt að bregða fæti fyrir þessa framleiðslu með framlagningu frumvarps í fyrra varð þeim fljótt ljóst að almenningur tók þær hömlur sem í frumvarpinu fólust ekki í mál. Frumvarpið var því tekið fljótlega af dagskrá enda er það fjandsamlegt hagsmunum almennings að hér á landi verði ekki samkeppni í vinnslu á mjólk. Bændur verða að fá leyfi til að framleiða úr mjólk sem ekki er endilega ríkisstyrktur kvóti á bakvið. Að öðrum kosti verður aldrei hagkvæmni í búvöruframleiðsla hér á landi,” segir Bjarni Bærings bóndi og framkvæmdastjóri í samtali við Skessuhorn.

Hann segir að vissulega reikni aðstandendur Vesturmjólkur með að glímu við ofurefli á markaði og viti ekki mótsvör samkeppnisaðilans, en viti þó að þau verða einhver. “Við munum hins vegar spila framhaldið algjörlega eftir viðtökum neytenda við framleiðsluvörum okkar, það eru jú þeir sem ráða ferðinni,” segir Bjarni.

 

10-15 störf munu skapast

Vinnslustöð Vesturmjólkur er staðsett að Vallarási 7-9 í Borgarnesi í nýlegu húsnæði sem komst í eigu Byggðastofnunar á síðasta ári. Að sögn Bjarna Bærings þurfti lítið að breyta húsinu til að það hentaði fyrir vinnslu á mjólk, en það var fyrir nokkrum árum byggt sem sérhæft kjötvinnsluhús. Vöruprófanir hafa að undanförnu staðið yfir og er framleiðsla nú að hefjast af fullum krafti. Markmið Vesturmjólkur er að skapa tíu til fimmtán störf þegar á þessu ári. Nú eru sjö starfsmenn byrjaðir, en mjólkurfræðingur Vesturmjólkur er Halldór Karlsson sem starfaði síðast á Akureyri.  Bændur og eigendur Vesturmjólkur leggja áhersla á stutt ferli frá bónda inn á borð til neytenda. Mjólk er sótt daglega á búin sem leggja inn í afurðastöðina. “Fyrst í stað munum við einvörðungu framleiða úr mjólk frá eigin búum, en á þeim eru framleiddir um fimm þúsund lítrar á dag. Þegar við verðum komnir á fullum krafti í vinnslu og sölu á drykkjarmjólk þurfum við hins vegar að líta í kringum okkur með kaup á meiri mjólk,” segir Bjarni Bærings að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is