Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. júní. 2011 10:08

Illa gengur að finna síldina norðaustur af landinu

Fimm íslensk skip hafa leitað að síld í veiðanlegu magni norðaustur af landinu nú í byrjun vikunnar en sú leit hefur lítinn árangur borið fram að þessu. Þetta eru Lundey NS, Jóna Eðvalds SF, Börkur NK, Beitir NK og Ásgrímur Halldórsson SF sem eru við síldarleitina. Lundey NS, skip HB Granda, hélt frá Vopnafirði sl. mánudagskvöld. Á vef fyrirtækisins er haft eftir Stefáni Geir Jónssyni skipstjóra að sannkallað vetrarástand ríki í hafinu og lítið virðist vera gengið af síld á hafsvæðið sem íslensku skipin hafa sótt á til síldveiða á þessum árstíma undanfarin ár. Hitastig sjávar austur af Vopnafirði og norðaustur í Síldarsmuguna var frá 3,0°C og upp í 3,5°C. „Það þýðir að það er bara vetur hér enn sem komið er,“ segir Stefán Geir á Lundey, en að hans sögn hafa skipin leitað mjög víða og m.a. hafi Jóna Eðvalds farið alveg austur að 0°.

 

 

 

 

Að sögn Stefáns Geirs er það s.s. ekkert nýtt að hafa þurfi fyrir því að leita að síldinni og þannig hafi síldveiðin verið frekar treg eftir sjómannadaginn í fyrra og fram yfir 20. júní. Ekki varð vart við makríl í íslensku lögsögunni á leiðinni í Síldarsmuguna en Stefán Geir sagði að einhver færeysk skip væru nú á makrílveiðum norðan við Færeyjar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is