Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júní. 2011 11:14

Stefnt að opnun Arnarvatnsheiðar að hluta

Opnað verður fyrir veiði á sunnanverðri Arnarvatnsheiði 15. júní eins og undanfarin ár. Enn er þó ófært um norðanverða heiðina sökum kulda í vor og framan af sumri. Því verða miklar takmarkanir á umferð og akstur bannaður utan malarborinna vegslóða, að sögn Snorra Jóhannessonar veiðivarðar sem var á ferðinni um heiðina í gær. „Ég keyrði á harðfenni í Álftárkrók og þar var bylur, sannkallað vetrarríki. Það voru skaflar á nokkrum stöðum á veginum í Hæðarsporðinum áleiðis norður heiðina. Það er því kolófært ennþá norður yfir heiðina,“ segir Snorri.  „Við ætlum samt að reyna að hanga á því að opna fyrir umferð 15. júní, en einungis yfir Úlfsvatnsvaðið. Þaðan er hægt að komast að veiðihúsunum við Úlfsvatn og Arnarvatn litla. Þeir sem eiga bókað í veiðihúsin eiga því að komast í þau. Það er hins vegar ljóst að við verðum að hafa takmarkanir á akstri um vegslóða um heiðina þar sem aurbleyta er enn víða.

Til dæmis má nefna að vegurinn um Hæðarsporðinn upp af Helluvaði er ófær, en þaðan liggur leiðin í Álftárkrók og áfram norður heiðina. Sá vegur verður ekki opnaður í bráð,“ segir Snorri.

 

Snorri flaug yfir Arnarvatnsheiði sl. þriðjudag. Sagði hann að þá hafi verið ís á Gunnarssonavatni og á stórum hluta af Arnarvatni stóra. „Vötn í þeiri hæð eru enn að hrista af sér vetrarböndin en það má eiginlega segja að hálfgert vetrarríki sé þarna ennþá. Það er eins og að koma í annan heim, skaflarnir ganga út í vötnin. Þetta eru mikil viðbrigði miðað við mörg síðastliðin ár, en vissulega man ég eftir svona köldu veðri eins og t.d. vorinu 1979. Menn mega ekki gleyma því að í rauninni hafa verið afbrigðileg ár undanfarin ár hvað hlýindi varðar. Þessar aðstæður eins og nú munum við vel frá fyrri tíð. Áður en vegurinn um Hallmundarhraun var lagður var iðulega ekki opnað fyrir umferð á heiðina fyrr en eftir mánaðamótin júní/júlí. Því finnst mér núna eins og við séum að fara fjörutíu ár aftur í tímann í veðurfari. Held reyndar að það séu tengsl í efnahag þjóðarinnar og ástandinu í veðrinu, það er þó önnur saga. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is