Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júní. 2011 04:18

Bernd og Hildur eru frumkvöðlar Vesturlands 2011

Hjónin Bernd Ogrodnik og Hildur Magnea Jónsdóttir hjá Brúðuheimum í Borgarnesi voru í dag útnefnd frumkvöðlar Vesturlands 2011. Það eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Vaxtasamningur Vesturlands sem standa fyrir þessari viðurkenningu en þetta var jafnframt í sjöunda sinn sem hún var veitt. Alls voru tólf sprotafyrirtæki og einstaklingar sem hlutu útnefningu að þessu sinni og voru þau af öllu Vesturlandi. Það var Kristjana Hermannsdóttir varaformaður SSV sem afhenti viðurkenninguna en hún sagði mikinn dugnað, elju og bjartsýni í gangi á Vesturlandi. Með það að vopni sé alveg örugglega hægt að byggja upp öflugt samfélag á svæðinu. Brúðuheimar eru lista- og menningarmiðstöð tengd brúðuleiklist, þar sem leiksýningar, námskeið, safn, gjafavöruverslun og kaffihús mætast á fallegum stað í líflegu andrúmslofti. Bernd Ogrodnik er listrænn stjórnandi Brúðuheima og Hildur Magnea Jónsdóttir framkvæmdastjóri en þau stofnuðu Brúðuheima á árinu 2010. Brúðuheimar höfða til allra aldurshópa þó svo að börn séu þar í forgrunni. Í leikhúsinu er boðið bæði upp á barna- og fullorðinssýningar og ævintýralegt bæði fyrir börn og fullorðna sem ganga í gegnum leikbrúðusafnið.

 

Nánar verður greint frá verðlaunahöfum og öðrum tilnefningum í Skessuhorni í næstu viku.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is