Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júní. 2011 07:09

Ein með öllu við Hvalfjarðargöngin

Í hádeginu í gær var formleg opnun á nýja pylsuvagninum á planinu við norðurenda Hvalfjarðarganga. Vagninn mun heita „Pylsustopp” og verður opinn alla daga frá klukkan 12-20. Að sjálfsögðu er hægt að fá þjóðarrétt Íslendinga, pylsu með öllu, en auk þess er hægt að kaupa drykki og nammi. Þá er boðið upp á kaffi og ís. „Við verðum með venjulegt meðlæti á pylsum auk þess sem hægt  verður að fá chili-tómatsósu, „hot dog“ dressingu og sterkt sinnep,” segir Victor Rodriquez starfsmaður Pylsustopps í samtali við blaðamann. Litið var í heimsókn í Pylsustoppi þegar Victor var að opna vagninn og var þónokkuð að gera fyrstu mínúturnar. Margir erlendir ferðamenn stoppuðu á planinu til þess að líta í kringum sig eða skoða kort og sýndu þeir vagninum greinilegan áhuga. Það sama verður sagt um Íslendinga sem voru á ferðinni um Hvalfjörðinn og fannst það gráupplagt að koma við hjá Pylsustoppi til að sporðrenna einni með öllu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is