Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júní. 2011 02:36

Starfsmenn Norðuráls harðorðir í ályktun sinni

Verkalýðsfélag Akraness boðaði starfsfólk Norðuráls á Grundartanga á fund í Bíóhöllinni á Akranesi sl. fimmtudagskvöld þar sem kjaramál voru til umræðu. Kjarasamningar milli VLFA og Norðuráls hafa verið lausir í sex mánuði. „Vel var mætt á fundinn þar sem starfsfólk lýsti yfir vonbrigðum með að forsvarsmenn Norðuráls skuli ekki vera til viðræðna við starfsfólk um kjör og hagsmuni starfsmanna, og að hafa ekki staðið við gerða kjarasamninga,“ segir í ályktun sem samþykkt var í lok fundar. Í henni er einnig bent á að grunnlaun hjá Norðuráli eru 175 þúsund krónur, en atvinnuleysisbætur á sama tíma 162 þúsund krónur. „Það hlýtur að vera stór spurning hvort við Íslendingar viljum fórna náttúruauðlindum okkar fyrir slík láglaunastörf. Ef hálaunaliðið á skrifstofum ASÍ telur sig vera að gæta okkar hagsmuna í anda samræmdrar launastefnu, frábiðjum við okkur slíka aðstoð.“

 

 

 

Jafnframt skoraði fundurinn á verkalýðsfélögin sem eiga aðild að samningum Norðuráls að boða til verkfalls 1. janúar 2014, þegar starfsmenn Norðuráls fá verkfallsrétt, „þar sem enginn vilji er sýnilegur hjá forsvarsmönnum Norðuráls að koma til móts við starfsfólk, á neinn hátt.“

Í frétt á vef VLFA um fundinn segir Vilhjálmur Birgisson formaður félagsins að forsvarsmenn Norðuráls hafi hafnað því að semja við félagið með sambærilegum hætti og félagið samdi við Elkem Ísland „en sá samningur var mjög góður,“ segir Vilhjálmur.  „Forsvarsmenn Norðuráls hafa boðið að semja á sömu nótum og á hinum almenna vinnumarkaði, eða sem nemur 11,4% til þriggja ára. Það kom skýrt fram hjá fundarmönnum að þessu tilboði er algerlega hafnað enda engar forsendur fyrir því að fyrirtæki sem hefur hagnast gríðarlega vegna gengisfalls íslensku krónunar og hækkaðs álverð, eða sem nemur tugum prósent á liðnum misserum, fái afslátt í þessum kjaraviðræðum“ segir Vilhjálmur Birgisson jafnframt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is