Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júní. 2011 09:01

Afla þarf leyfa í ferðaþjónustu

Átak í eftirliti með leyfislausum ferðaskipuleggjendum og ferðaskrifstofum stendur nú yfir á vegum Ferðamálastofu. Með lögum nr. 73/2005 um skipan ferðamála þurfa fyrirtæki sem bjóða upp á ferðir sem fela í sér ýmiss konar afþreyingu og frístundariðju, svo sem hestaferðir, vélsleðaferðir, gönguferðir, fljótasiglingar, ævintýraferðir ýmis konar, veiði og fleira að afla sér starfsleyfi hjá Ferðamálastofu.  Nú hafa tæplega 500 fyrirtæki leyfi til að selja ferðir og afþreyingu hér á landi og hefur verið stöðug fjölgun síðustu misserin. Eins og fram hefur komið er talsvert um leyfislausa aðila í rekstri og er markmið átaksins að ráða bót á því. Sérstakur starfsmaður var ráðinn til verkefnisins sem vinnur með lögfræðingi Ferðamálastofu að þessum málum. Haft verður samband við fyrirtæki, óskað eftir upplýsingum frá þeim um eðli starfseminnar og þeim síðan eftir atvikum leiðbeint um hvers konar leyfi þarf að sækja um.

 

 

 

 

Umsókn um ferðaskipuleggjenda- og ferðaskrifstofuleyfi er hvorki flókinn né kostnaðarsamur ferill. Ferðaskrifstofuleyfi kostar 15.000 kr og ferðaskipuleggjendaleyfi 10.000 kr. Að auki er kostnaður við þau vottorð sem þarf að afla og tryggingar. Allar nánari upplýsingar um leyfisumsóknir má á vef Ferðamálastofu og þar má einnig finna samantekt sem Ferðamálastofa gerði um leyfisskylda starfsemi innan ferðaþjónustu, hvaða leyfi þarf fyrir hverja tegund starfsemi og hvar þeirra er aflað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is