Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júní. 2011 08:18

Stórsigur Grundarfjarðar á Afríku

Liðin Grundarfjörður og Afríka í fótbolta áttust við á Grundarfjarðarvelli síðasta laugardag. Afríku menn sátu á botni C riðils stigalausir áður en að þessum leik kom. Grundarfjörður var aftur á móti með fullt hús stiga í öðru sæti. Leikurinn fór því alveg eftir bókinni þar sem Grundfirðingar áttu ekki í vandræðum með Afríkumenn og unnu 8-1 stórsigur. Markaveislan hófst strax á 13. mínútu þegar fyrirliðinn Ragnar Smári Guðmundsson skoraði fyrir heimamenn. Það var svo aðeins þremur mínútum síðar að Ólafur Hlynur Illugason bætti við öðru marki og staðan orðin 2-0. Grundfirðingar sóttu án afláts og áttu meðal annars skot í slá. Það var svo í uppbótartíma í fyrri hálfleik að Ragnar Smári er rifinn niður í vítateig Afríkumanna og dómarinn benti á vítapunktinn. Það var markvörðurinn Ingólfur Örn Kristjánsson sem steig á punktinn og skoraðu af miklu öryggi og staðan var því 3-0 í hálfleik.

 

 

 

 

Grundfirðingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og Ragnar Smári kom þeim í 4-0 á 48. mínútu. Það var svo Tryggvi Hafsteinsson sem kom Grundfirðingum í 5-0. Einum Afríkumanninum var svo vikið af leikvelli með sitt annað gula spjald í leiknum. Samt sem áður náðu þeir að lauma inn einu marki eftir misskilning í vörn Grundarfjarðar og laga stöðuna í 5-1 á 79. mínútu. En aðeins mínútu síðar skoraði Ragnar Smári fyrir Grundarfjörð og fullkomnaði þar með þrennuna þegar hann kom Grundfirðingum í 6-1. Runólfur Jóhann Kristjánsson skoraði svo sjöunda mark Grundarfjarðar áður en Aron Baldursson skoraði það áttunda í uppbótartíma. Sanngjarn sigur Grundarfjarðar því staðreynd og verma þeir toppinn ásamt Álftanesi í C riðli þriðju deildar.

 

Næsti leikur Grundarfjarðar verður svo Vesturlandsslagur af bestu gerð þegar þeir taka á móti Káramönnum á Grundarfjarðarvelli næsta laugardag. Kári er í 3. sæti riðilsins með 9 stig og er því mikið í húfi fyrir bæði lið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is