Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júní. 2011 12:56

Keppendur sýndu tilþrif í lauginni á Akranesleikunum

Um síðustu helgi fóru Akranesleikarnir í sundi fram í Jaðarsbakkalaug. Mótið nær yfir þrjá keppnisdaga og að venju var góð mæting á mótið en um 300 keppendur mættu til leiks frá 13 félögum. Mótið gekk í alla staði mjög vel fyrir sig og sýndu keppendur mikil tilþrif í lauginni. Tvö Íslandsmet voru sett á mótinu en þau Jón Margeir Sverrisson og Kolbrún Alda Stefánsdóttir eiga þau. Jón Margeir setti met í 400 metra skriðsundi í flokknum S14 og Kolbrún Alda bætti metið í 200 metra skriðsundi í sama flokki. Mótið er stigakeppni og í ár var Sundfélagið Óðinn frá Akureyri stigahæst. Prúðasta liðið var Íþróttabandalag Reykjanesbæjar en þau fengu Brosbikarinn að verðlaunum og varðveita hann í eitt ár. Einnig er sá einstaklingur sem á stigahæsta sundið verðlaunaður og í ár var það Jóhanna Gerða Gústafsdóttir úr Ægi sem hlaut verðlaunin.

 

 

 

 

 

Flestir keppendur gista og borða í Grundaskóla alla mótshelgina og er umgjörð mótsins mjög góð enda býr Sundfélag Akraness nú að þó nokkurri reynslu í að halda svo stórt mót. Mikil hefð hefur skapast fyrir mótinu enda eitt af örfáum stórum sundmótum sem haldin eru í útilaug á Íslandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is