Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júní. 2011 01:48

Tvö lömb drepin í Hraunsfirði um helgina

Síðastliðinn laugardag, 11. júní, drap hundur af tegundinni Siberian Husky lamb í Hraunsfirði á Snæfellsnesi. Það sama gerðist á sunnudeginum, þá var á ferðinni annar hundur en af sömu tegund. Eiríkur Helgason formaður Sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis segir virðingarvert að í báðum tilfellum létu hundaeigendur vita. Farið hefur verið fram á að allavega annar hundurinn verði aflífaður en til þess hefur ekki komið enn. Í vikunni fannst þriðja dauða kindin á sama svæði en engin skýring hefur fundist á dauða hennar að sögn Eiríks. Þá hefur nokkrum sinnum sést til hunda sem elta og glefsa í kindur. “Hraunsfjörður er orðinn mikill útivistarstaður og hefur aukning á lausagöngu hunda því orðið mikil. Þetta getur ekki gengið þar sem svæðið er eitt af aðal sumarbeitarsvæðum sauðfjár en síðastliðin haust hefur vantað þó nokkuð af lömbum sem gengu á þessu svæði,” sagði Eiríkur Helgason í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is