Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júní. 2011 06:44

Æfa notkun slökkviskjólu við Skorradalsvatn

Þyrla Landhelgisgæslunnar var við æfingar yfir Skorradalsvatni síðastliðinn föstudag. Var verið að æfa notkun svokallaðrar slökkviskjólu en að sögn talsmanns Landhelgisgæslunnar standa nú yfir reglulegar æfingar þyrluáhafna með slíkum búnaði sem hengdur er neðan í þyrluna TF-LÍF til flutnings á vatni. Æfingin við Skorradalsvatn gekk vel en slökkviskjólan er meðal annars ætlaður til að ráða niðurlögum elds á svæðum sem farartæki slökkviliða geta ekki af einhverjum ástæðum athafnað sig, má þar nefna sumarbústaðasvæði og víðfeðma sinuelda.

Slökkviskjólan var keypt í kjölfar Mýraeldanna í apríl 2006. Er hún hengd neðan í þyrluna, henni er dýft í nærliggjandi vatn eða í sjó og þannig fyllt. Fatan er síðan tæmd með því að rafknúinn loki í botni hennar er opnaður og  vatnið gusast út. Hámarksburðargeta skjólunnar er um 2.100 lítrar en hægt er að minnka og auka vatnsmagnið í fjórum þrepum frá tæplega 1500 lítrum upp í fyrrnefnda 2.100 lítra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is