Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júní. 2011 09:01

Segir ekki þýða að skella bara hurðum

Fátt er jafn umtalað á Íslandi í dag og fiskveiðistjórnarkerfi landsins og flestir virðast hafa skoðun á því. Á vordögum kynnti Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra tvö ný kvótafrumvörp sem lögð voru fram á Alþingi undir lok mái. Hann segir stærra frumvarpið taka af öll tvímæli um að auðlindin sé í þjóðareign, meðan aðrir segja það kippa fótunum undan atvinnugreininni. Raunar fór það svo að afgreiðslu stærra frumvarpsins var frestað á þingi sl. laugardag en það minna samþykkt með miklum breytingum.

“Ég hefði viljað sjá þetta kvótafrumvarp unnið betur og í samstarfi við hagsmunaaðila. Það gerir sér í raun enginn grein fyrir því hvað felst í þessu svokallaða stóra kvótafrumvarpi, fyrirvararnir eru margir og það er ekki búið að setja nógu hreinar línur. Óvissan er of mikil,” sagði Alexander Kristinsson formaður Snæfells, félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi og einn eiganda Sjávariðjunnar í Rifi.

 

Nánar er rætt við Alexander Kristinsson í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is