Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júní. 2011 02:34

Framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar lætur af störfum

Í morgun var haldinn fundur með starfsfólki Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum þar sem tilkynnt var að Atli Georg Árnason, framkvæmdastjóri verksmiðjunnar, hafi látið af störfum. Starfsfólki var sagt að rekstur verksmiðjunnar yrði haldið áfram óbreyttum og starf framkvæmdastjóra auglýst eins fljótt og kostur er. Þangað til mun Þorgeir Samúelsson framleiðslustjóri sjá um daglegan rekstur.  Bandarískt fyrirtæki er 60% eignaraðili í verksmiðjunni en Byggðastofnun á langstærsta hlutann þar á móti. Magnús Helgason er fulltrúi Byggðstofnunar í stjórn verksmiðjunnar. Hann sagðist í samtali við Skessuhorn ekki geta tjáð sig um brotthvarf framkvæmdastjórans að öðru leyti en því að hann hafi látið af störfum.

Aðspurður sagði Magnús að reksturinn hefði gengið ágætlega á síðasta ári, en þá varð 50,5 milljóna króna hagnaður. Fyrirtækið er nýbúið að fá í rekstur nýtt þangskurðar- og þaraflutningaskip, Fossána, en breytingar á skipinu urðu félaginu mjög kostnaðarsamar, eins og fram hefur komið fréttum Skessuhorns. Endursmíðin fór fram í tveimur skipasmíðastöðvum, fyrst á Akranesi og síðan Akureyri. Þá hefur þangskurður og hráefnisöflun gengið treglega það sem af er þessu ári og hefur óhagsætt veðurfar spilað þar inn í, en ekki hefur tekist að afla nema hluta þess magns sem venjan er í meðalári. Um síðustu áramót voru þeir sem atvinnu höfðu af starfsemi Þörungaverksmiðjunnar á þriðja tuginn en verksmiðjan er langstærsti vinnustaðurinn í Reykhólahreppi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is