Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júní. 2011 11:35

Samkeppniseftirlitið tekur upp mál Stjörnugríss vegna kaupa á svínabúum

Samkeppniseftirlitið hefur á ný tekið samruna svínabúa til skoðunar og er það gert vegna nýlegs úrskurðar áfrýjunarnefndasr samkeppnismála. Forsaga málsins er sú að í febrúar síðastliðnum tók Samkeppniseftirlitið ákvörðun vegna samruna sem fólst í kaupum Stjörnugríss hf. á eignum dótturfélaga Arion banka, þ.e. Rekstrarfélagsins Brautar ehf. og LS2 ehf. Þau fyrirtæki hafa haft með höndum rekstur svínabúa og rak svínabúið Braut á Kjalarnesi, en LS2 fór með rekstur svínabúa á Hýrumel og Stafholtsveggjum í Borgarfirði, sem áður tilheyrðu fyrirtækinu Grísagarði. Þessi svínabú höfðu komist í eigu Arion banka eftir að fyrirtækin sem ráku þau urðu gjaldþrota. Þessar eignir voru seldar Stjörnugrísi eftir að bankinn hafði leitað tilboða í þær. Komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu í febrúar að kaup Stjörnugríss á svínabúunum myndi markaðsráðandi stöðu félagsins í svínarækt og styrki markaðsráðandi stöðu félagsins á markaðnum fyrir slátrun á svínum.

 

 

 

Undir rekstri málsins var því haldið fram af samrunaaðilum að heimila yrði samrunann vegna reglna samkeppnisréttar um fyrirtæki á fallandi fæti (e. failing firm defence). Viðurkennt er að slík aðstaða fyrirtækis geti leitt til þess að heimila beri samruna. Ástæðan er sú að í slíkum tilvikum stafa samkeppnishömlurnar ekki af samrunanum sem slíkum heldur af erfiðri stöðu hins yfirtekna fyrirtækis. Féllst Samkeppniseftirlitið á þetta sjónarmið samrunaðila.

 

Máli þessu var skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í nýjum úrskurði nefndarinnar er staðfest sú niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samrunin myndi og styrki markaðsráðandi stöðu Stjörnugríss á umræddum mörkuðum. Hins vegar er ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að hafast ekki að vegna samrunans felld úr gildi þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að skilyrðin um fyrirtæki á fallanda fæti hafi verið fyrir hendi í málinu. Sönnunarbyrðin um það hvíli á samrunaðilum. Er málinu vísað til Samkeppniseftirlitsins til frekari meðferðar og nýrrar ákvörðunar. Hefur Samkeppniseftirlitið nú þegar tekið mál þetta aftur til athugunar, segir í tilkynningu frá stofnuninni.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is