Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2011 11:01

Veggjald í Hvalfjarðargöngum hækkar um næstu mánaðamót

Veggjald í Hvalfjarðargöngum hækkar um tæplega 10% að jafnaði frá og með 1. júlí nk. Stjórn Spalar segir í tilkynningu vegna þessa að meginástæða hækkunar sú sé að umferð hefur dregist verulega saman og þar með rýrna tekjur af veggjaldi umtalsvert. „Enn fremur ber að nefna þyngri greiðslubyrði af lánum, hækkandi verðlag og síðast en ekki síst miklar fjárfestingar sem ætlað er að uppfylla kröfur ESB um öryggi vegfarenda í veggöngum, alls 225 milljónir króna á tímabilinu 1. október 2010 til ársloka 2011,“ segir í tilkynningu frá Speli.

 

 

 

 

 

Eftir hækkunina hækkar gjald fyrir staka ferð í I. gjaldflokki úr 900 í 1.000 krónur. Hver ferð áskrifanda að 100 ferðum í I. flokki fer úr 259 í 283 krónur. Inneign áskrifenda minnkar sjálfkrafa við gjaldskrárbreytinguna eins og getið er um í áskriftarsamningum, þ.e. ónotuðum ferðum fækkar sem svarar til hækkunar veggjaldsins. Loks segja forráðamenn Spalar að þeir verði á hverjum tíma að gæta þess að afkoma félagsins geri fyrirtækinu fært að standa við samninga við lánveitendur þess um að áhvílandi lán Spalar greiðist upp árið 2018.

Umferð á landinu öllu hefur dregist mikið saman á undanförnum mánuðum og útlit er fyrir samdrátt núna í júnímánuði. Umferð í Hvalfjarðargöngum dróst saman um 8,15% á fyrstu fimm mánuði ársins 2011 og gert er nú ráð fyrir að hún verði 6% minni á öllu árinu 2011 en árið  2010. Það er samt nokkru minni samdráttur en Vegagerðin reiknar með fyrir landið allt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is