Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2011 10:01

Rannsaka örverur sem fundist hafa í Vatnshelli

Vatnshellirinn í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli heillar ekki eingöngu þá sem vilja skoða jarðfræðileg fyrirbæri eða mannvirki. Lífríkið í hellinum er ekki síður spennandi. Fyrir nokkru voru örverufræðingar á ferð í hellinum og tóku sýni af íbúum hans. „Í lofti og á veggjum hellisins eru örverur sem spennandi verður að fá nánari vitneskju um,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður í tilkynningu. „Það glitrar á þessar lífverur í ljósi frá kösturum okkar mannanna en hvaða verur nákvæmlega eru þar á ferð vitum við ekki,“ segir hún.

 

 

 

 

„Þau Oddur Vilhelmsson dósent við Háskólann á Akureyri, Egill Björn Thorstensen og Guðný Vala Þorsteinsdóttir nemendur í líftækni tóku sýni af örverunum til rannsókna. Sýnin verða sett í ræktun þar sem þess verður freistað að fá þessar sérstæðu lífverur til að vaxa við ræktum á rannsóknastofu. Einnig verður erfðaefni einangrað beint úr hellasýnunum og svokölluðu pólýmerasakeðjuhvarfi, eða PCR, beitt til að fjölfalda það. Afurðirnar verða svo skoðaðar með tilliti til þess hve margar tegundir er um að ræða og í hvaða flokka þær falla. Jafnframt mun verða búið til klónasafn og þannig unnt að einangra erfðaefni stakra lífvera jafnvel þó þær geti ekki vaxið og dafnað á rannsóknastofunni. Erfðaefnið verður síðan raðgreint og tegundasamsetning ákvörðuð út frá því. Líklegast er að um geislagerla sé að ræða en Oddur segir að spennandi sé að vita hvort sveppir eða aðrar lífverur leynist líka í hellinum. Einnig sé áhugavert að skoða á hverju örverurnar nærast, hve mikið sé af næringarefnum og hve lengi örverurnar og aðrar lífverur hellisins séu að vaxa. Honum sýnist að a.m.k. tvær tegundir örvera lifi í hellinum. Áhugavert er að vita hverjar þær eru en einnig er mikilvægt að fylgjast með því hvernig þær dafna á næstu árum og hvort og þá hvaða áhrif ferðir okkar mannanna hafa á þær. Hvort t.d. þær bakteríur sem við berum með okkur hafi áhrif á hinar sem fyrir eru, andardráttur okkar eða húðflögur sem detta af okkur og geta orðið næring fyrir örverur sem sumar hverjar þola ekki mikla næringu. Ljós og hiti gæti einnig haft áhrif á lífríki hellisins,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is