Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2011 06:44

Höskuldarvaka Eyjólfssonar frá Hofsstöðum

Óhætt er að segja að mikið hafi verið um dýrðir og mannfjöldi komið saman í liðinnii viku í Reykholtsdal en þá stóð Snorrastofa ásamt Ungmennafélagi Reykdæla fyrir samkomu til að minnast Höskuldar Eyjólfssonar frá Hofsstöðum, eins frægasta hestamanns Íslendinga. Á fimmtudagskvöldið var húsfyllir í Logalandi en þá var haldin Höskuldarvaka í tali og tónum. Vinir, samferðarmenn og ættingjar Höskuldar áttu þar saman góða stund. Guðlaugur Óskarsson stýrði samkomunni. Hann í félagi við Flemming Jessen og fleiri beittu sér á síðasta ári fyrir söfnun til að hægt yrði að reisa minnisvarða í Reykholti um Höskuld. Það hefur nú verið gert og minnisvarði eftir Pál Guðmundsson, með áföstum skildi, prýðir nú stall sem Unnsteinn Elíasson hleðslumaður gerði. Var minnisvarðanum komið fyrir við Höskuldargerði, en það er hlaðin hestarétt og hnakkaskýli sem staðsett var ofan og vestan við byggðina í Reykholti. Eftir messu á þjóðhátíðardaginn voru mannvirkin blessuð og vígð.

Nánar verður greint frá Höskuldarvöku og vígslu minnismerkisins í næsta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is