Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2011 11:16

Fimm þúsund manns á styrktarleik Steina Gísla

Akranesvöllur var sneisafullur á laugardaginn þegar síðdegis fór fram “Meistaraslagur Steina Gísla.” Áhorfendur nutu út í æsar góðrar skemmtun í himnesku veðri, en í þessari viðureign áttust við samherjar Sigursteins Gíslasonar úr KR og ÍA sem hann fagnaði margoft titlum með á síðasta áratug liðinnar aldar og í byrjun þessarar. Stemningin var skemmtileg á vellinum, leikmenn kynntir og þarna komu aftur inn á sjónarsviðið gömlu hetjurnar sem um árabil settu mikinn svip á íslenska knattspyrnu. Þótt sumir þeirra færu ekki jafn hratt um völl og áður sáust mörg skemmtileg tilþrif.

 

 

 

Það var þó einkum friðarknattspyrna sem einkenndi þennan leik, þar sem liðin skiptust á jöfnum hlut að lokum. Hvort lið skoraði tvívegis í leiknum. Bjarni Guðjónsson og Ólafur Þórðarson fyrir Skagamenn og Einar Þór Daníelsson og Rúnar Kristinsson fyrir KR. Guðjón Þórðarson stjórnaði ÍA liðinu í leiknum og Willum Þór Þórsson KR-ingum.

 

Sigursteinn Gíslason sagði að þetta hefði verið stórkostlegur dagur og hann ætti vart orð yfir þessu framtaki félaga sinna. Skagamaðurinn Steini Gísla, sem lék lengst af sínum ferli með ÍA og KR, greindist í vor með krabbamein í nýrum og lungum. Framundan er erfið barátta Steina en hann þótti harður í horn að taka sem leikmaður og segja félagar hans að þeir séu fullvissir um að hann muni hafa betur í þessari baráttu. Sjálfur segir Sigursteinn að þetta sé sú erfiðasta viðureign sem hann sé að fara út í en hann sé ákveðinn í að sigrast á veikindunum.

 

Tekið er á móti frjálsum framlögum til stuðnings Sigursteini Gíslasyni og fjölskyldu:

Reikningsnúmer: 0330-26-2569, kennitala: 250668-5549.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is