Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2011 08:01

Sjóstangaveiðimót SjóSkip framundan á Akranesi

Næstkomandi föstudag verður hin árlega sjóstangaveiðikeppni SjóSkip haldin á Akranesi, en í fyrra fór mótið fram í Grindavík sökum lítils áhuga Akurnesinga. Pétur Lárusson, formaður SjóSkip segist búast við um 40 keppendum sem fari út á tíu eða fleiri bátum. „Ég fór með mótið til Grindavíkur í fyrra og þar voru menn mjög ánægðir. Þeir vildu fá mótið aftur en ég vill að sjálfsögðu halda mótið í heimabænum. Við höfum haldið það síðan 1994 og það á auðvitað bara að vera hér á Akranesi, sumir voru óánægðir með að það hefði verið annars staðar í fyrra en í Grindavík sýndu menn þessu miklu meiri áhuga. Núna er áhuginn vaknaður aftur hér og það er bara gott,” segir Pétur og hvetur áhugmenn um sjóstangaveiði til þess að mæta og fylgjast með mótinu.

 

 

 

Keppendur fara út á föstudagsmorgun og koma í land á milli klukkan tvö og þrjú eftir hádegi. Þeir fara síðan aftur út á laugardagsmorgninum og koma þá til baka á milli klukkan eitt og tvö. Um kvöldið verður verðlaunaafhending í Gamla Kaupfélaginu þar sem aflahæsti veiðimaður mótsins fær verðlaun auk þess sem verðlaun verða veitt fyrir stærsta fiskinn af hverri tegund. Mótið er liður í stigamótaröð SJÓL, Landssambands sjóstangveiðifélaga og er það fjórða í röðinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is