Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júní. 2011 01:01

Styttist í hið árlega Lopapeysuball

Hin sívinsæla Lopapeysa, eitt stærsta einstaka ballið á landsvísu, verður haldin sem fyrr á bæjarhátíð Akurnesinga, Írskum dögum, laugardaginn 2. júlí næstkomandi. Lopapeysan verður með svipuðu sniði og undanfarin ár en þetta er í áttunda sinn sem ballið er haldið. Ísólfur Haraldsson sagðist í samtali við Skessuhorn spenntur fyrir komandi hátíð. “Meðal flytjenda að þessu sinni verður Björgvin Halldórsson sem er sérstakt að því leytinu að hann hefur ekki spilað á Akranesi í rúmlega áratug. Þá munu Paparnir einnig spila fyrir dansi en ég fann það á fólki í fyrra að þá vantaði. Þeir koma með þetta írska inn í dagskrána. Síðan munu Ingó og Veðurguðirnir einnig spila en þeim til halds og trausts verður söngvarinn Hreimur Örn Heimisson úr Landi og sonum.”

 

 

 

 

Ísólfur segir undirbúning Lopapeysunnar í raun hafa hafist fljótlega eftir áramót. “Þetta er alltaf jafn gaman og það hefur verið sama fólkið sem hefur staðið að þessari hátíð ár eftir ár sem gerir það að verkum að hópurinn er orðinn ansi þéttur og samheldinn,” sagði Ísólfur að lokum. Forsala á Lopapeysuna hefst á morgun, fimmtudag, í verslun Eymundsson á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is