Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júní. 2011 02:01

Trúir að margur nemandinn hafi komist til aukins þroska

“Lengi má manninn reyna,” segir í vinsælum dægurlagatexta Megasar sem bylur nú dag hvern í eyrum í flutningi hans og Ágústar Evu Erlendsdóttur. Þessi upphafsorð eiga sjálfsagt ágætlega við Steingrím Bragason, íslenskukennara á Akranesi, sem nú í vor hætti kennslu eftir 42 ár. Kennsla er mikil þolinmæðisvinna, kannski ekki síst nú á seinni árum, þegar íslenska þjóðin í heild sinni hefur átt við talsvert agavandamál að stríða. Þessi seinni tíma mál voru þó ekki til mikillar umfjöllunar í samtali blaðamanns Skessuhorns við Steingrím á dögunum. Í spjallinu við hann kom greinilega fram að ekki var auðvelt fjárhagslega um og upp úr miðri síðustu öld að afla sér menntunar hér á landi. Leggja þurfti mikið á sig að sumrinu til að standa straum að þeim kostnaði sem námið útheimti, þar með talin húsaleiga og uppihald að vetrinum. Steingrímur var margar vertíðir á síld og vann aðra erfiðisvinnu, aldrei minni en tíu tíma á dag á þeim árum og oft voru tarnirnar langar á síldinni.

En þrátt fyrir að hart væri sótt eftir vinnu að sumrinu, entist skotsilfrið stundum ekki nema skammt fram á veturinn. Þannig kom það fyrir að Steingrímur þurfti að hætta námi á miðjum vetri og snúa sér að vinnunni að nýju.

 

Það var um margt að spjalla þegar blaðamaður settist niður með Steingrími þar sem farið var yfir það helsta sem á daga hans hefur drifið frá því hann fæddist á bænum Svínaskála við Eskifjörð 8. október 1942.

Sjá viðtal við Steingrím Bragason í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is