Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júní. 2011 09:01

Þrjú Akranesmet á mótum í Frakklandi og Monaco

Á dögunum var íslenska sundlandsliðið að keppa í sterkri mótaröð í Frakklandi og Monaco, sem kallast Mare Nostrum. Þar átti Sundfélag Akraness þrjá glæsilega fulltrúa, þau Ágúst Júlíusson, Ingu Elínu Cryer og Salome Jónsdóttur, auk þess sem Mads Claussen þjálfari þeirra var með í för. Þrjú Akranesmet voru slegin á mótinu. Inga Elín bætti sitt eigið Akranesmet í 400 m fjórsundi og Ágúst tvíbætti Akranesmet sitt í 50 m flugsundi.

Landsliðið byrjaði ferðalagið í Canet í Frakklandi og keppti þar í tvo daga. Ágúst keppti í 50 og 100 m flugsundi. Hann endaði í 30. sæti í 50 metrunum en 28. sæti í 100 m flugsundi og var hann örlítið frá sínum bestu tímum í báðum sundunum. Inga Elín sá um löngu sundin og synti 800 og 400 m skriðsund. Í 800 m skriðsundinu endaði hún í 8. sæti á fínum tíma og í 400 m skriðsundi var hún númer 11.

Salome keppti í 200 m flugsundi og 200 m fjórsundi. Í flugsundinu varð hún í 19. sæti töluvert frá sínum besta tíma og í fjórsundinu í 15. sæti.

 

Þegar mótinu lauk í Frakklandi ók hópurinn til Monaco þar sem hann hafði einn dag til æfinga og undirbúnings þar til keppni hófst að nýju. Ágúst keppti aftur í sömu greinum 50 og 100 m flugsundi. Hann synti örlítið hraðar í 50 m í Monaco en í Canet og endaði í 10. sæti og 15. sæti í 100 m. Inga Elín og Salome kepptu báðar í sömu greinunum, 200 og 400 m fjórsundi. Inga Elín endaði 5. sæti í 200 m fjórsundi og Salome í því 6. Í 400 m fjórsundi hafnaði Inga Elín í 7. sæti en hún bætti sig töluvert og synti á góðum tíma. Salome hafnaði í 9. sæti í þeirri grein.

Að lokinni keppni var svo öllum sem tóku þátt á mótinu boðið í kvöldverð til prinsins í Monaco þar sem þeirra beið fjöldinn allur af kræsingum og heitum réttum. Krakkarnir náðu öll að synda í úrslit á þessum sterku mótum og getum við verið stolt af  glæsilegum sundmönnum, segir í tilkynningu frá Sundfélagi Akraness.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is