Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júní. 2011 10:01

Brákarhátíð haldin í Borgarnesi á laugardaginn

Um næstu helgi verður hin árlega Brákarhátíð haldin í Borgarnesi en þetta er í þriðja sinn sem hún fer fram. Það eru Neðribæjarsamtökin sem hafa veg og vanda af hátíðinni en megin markmiðið er að efna til skemmtilegrar fjölskylduhátíðar sem byggir á sögu og menningu svæðisins, en einnig til þess að vekja athygli á þeirri þjónustu og afþreyingu sem í boði eru á svæðinu.

Hátíðin verður laugardaginn 25. júní en kvöldið áður geta þeir sem vilja tekið forskot á sæluna og kíkt á trúbadorakvöld í Landnámssetrinu, en þar komast allir ókeypis inn. Dagskrá hátíðarinnar hefst svo á laugardagsmorgninum með leðjubolta í Englendingavík þar sem knattspyrnudeild Skallagríms og körfuknattleiksdeildin etja kappi.

Í Óðali geta börn búið sér til víkingabúninga í anda Þorgerðar Brákar, Skallagríms og samtímafólks þeirra. Brákarhlaupið verður á sínum stað og hægt verður að velja á milli þess að hlaupa 3 km eða 10 km. Síðan hefst skrúðganga þar sem Brák, Skallagrímur, Egill og Þorgerður Granason verða með í för í brúðulíki. Gengið verður í Skallagrímsgarð þar sem öll fjölskyldan getur skemmt sér saman. Víkingar frá Hringhorna og Rimmugýgi koma og halda víkingaleika. Rauði krossinn verður með tískusýningu og um allan garð verður markaður þar sem alls kyns varningur verður í boði.

 

„Hugmyndirnar að þessari hátíð eru sóttar í söguna,” segir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir sem er í undirbúningsnefnd Neðribæjarsamtakanna. „Bærinn verður allar skreyttur og við skiptum bænum upp í þrennt eftir litum; gulum, rauðum og bláum. Nágrannarnir á þessum svæðum taka sig saman og skreyta göturnar sínar og síðan verða veitt verðlaun fyrir flottustu götuna. Þeir skemmta sér líka saman í götugrillinu um kvöldið og við leggjum það til að fólk fari á milli húsa í grillinu, sníki jafnvel bita hér og þar. Síðan að grillinu loknu fer fólk á kvöldvökuna í Englendingavík þar sem fjörið heldur áfram með góðri tónlist, gleði og söng,” segir Sigríður einnig og bætir við: „Þetta er allt saman unnið í sjálfboðavinnu og bæjarbúar hjálpast að við gera þetta skemmtilegt. Við bjóðum alla velkomna á þessa ókeypis fjölskylduskemmtun.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is