Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júní. 2011 11:10

Enn eitt frábært Hestaþing Glaðs

Hestamannafélagið Glaður hélt sitt árlega Hestaþing helgina 18. – 19. júní í Búðardal. Lognið fór hratt í Búðardal þessa helgi en mótsgestir létu það ekki trufla sig. Mjög góð þátttaka var á mótinu en það hefur vaxið mikið síðustu árin. Skráningar voru um 90 og voru allnokkrir landsmótsknapar að fínpússa klára sína fyrir Landsmót hestamanna sem byrjar á Vindheimamelum í næstu viku. Dómarar voru Súsanna Ólafsdóttir, Sigurður Straumfjörð og Sævar Leifsson. Dómarar völdu Brján frá Eystra-Súlunesi I glæsilegasta hest mótsins en Svandís Lilja Stefánsdóttir frá Dreyra sigraði á honum í unglingaflokki. Knapi mótsins var valinn Heiðrún Sandra Grettisdóttir frá Glað en hún sigraði í ungmennaflokknum og varð í 2. sæti í töltinu. 

 

 

 

 

Hestaþingið á sér langa sögu og var haldið á Nesodda í Miðdölum nær óslitið frá árinu 1928-2006 eða í tæp 80 ár. Það voru því þung skref að færa mótið í Búðardal árið 2007 en þar eru félagsmenn í Glaði að byggja upp glæsilegt mótssvæði. Við tilfærsluna í Búðardal ákváðu mótanefnd og stjórn félagsins að opna mótið öllum félögum hestamannafélaga á landinu og hefur það fallið í góðan jarðveg og þátttakan aukist jafnt og þétt á milli ára. “Við Glaðsmenn viljum þakka öllum þeim góðu gestum sem sóttu okkur heim og heimamönnum fyrir að fjölmenna og gera Hestaþingið að því stórgóða móti sem raun ber vitni,” segir Svala Svavarsdóttir hjá Glaði.

 

Helstu úrslit á Hestaþingi Glaðs 2011:

 

Töltkeppni 1. flokkur

A úrslit

1. Siguroddur Pétursson, Glóð frá Kýrholti, Snæfellingur, 7,39

2. Heiðrún Sandra Grettisdóttir, Keimur frá Kanastöðum, Glaður 6,56

3. Svandís Lilja Stefánsdóttir, Glaður frá Skipanesi, Dreyri 6,44

 

B-úrslit

1. Heiðrún Sandra Grettisdóttir, Keimur frá Kanastöðum, Glaður, 6,50

2. Þórður Bragason, Glettingur frá Stóra-Sandfelli 2, Andvari, 6,17

3. Ásberg Jónsson, Lomber frá Borgarnesi, Skuggi, 5,94

 

A-flokkur A úrslit

1. Tilvera frá Syðstu-Fossum,           Ámundi Sigurðsson, Skuggi,           8,16

2. Skvísa frá Skáney, Randi Holaker, Faxi, 8,15

3. Lyfting frá Tungu, Páll Ólafsson, Glaður, 8,12

 

B-flokkur A úrslit

1. Glettingur frá Stóra-Sandfelli 2, Þórður Bragason, Andvari, 8.48

2. Skáli frá Skáney, Randi Holaker, Faxi, 8.48

3. Sóló frá Skáney, Haukur Bjarnason, Faxi,           8,39

 

B úrslit

1. Donna frá Króki, Halldór Sigurkarlsson, Snæfellingur, 8,35

2. Kolfreyja frá Snartartungu,           Iðunn Svansdóttir, Skuggi, 8,26

3. Hugmynd frá Rauðbarðaholti, Styrmir Sæmundsson, Adam, 8,20

 

Ungmennaflokkur

A úrslit

1. Heiðrún Sandra Grettisdóttir, Keimur frá Kanastöðum, Glaður, 8,40

2. Arnar Ásbjörnsson, Brúnki frá Haukatungu Syðri 1, Snæfellingur, 8,14

3. Ágústa Rut Haraldsdóttir, Tvífari frá Sauðafelli, Glaður, 8,07

 

Unglingaflokkur

A úrslit

1. Svandís Lilja Stefánsdóttir, Brjánn frá Eystra-Súlunesi I,          Dreyri,            8,52

2. Guðný Margrét Siguroddsdóttir, Vordís frá Hrísdal 1, Snæfellingur, 8,29

3. Klara Sveinbjörnsdóttir, Óskar frá Hafragili, Faxi, 8,23

 

Barnaflokkur

A úrslit

1. Karítas Aradóttir, Gyðja frá Miklagarði, Þytur, 8,21

2. Arna Hrönn Ámundadóttir, Bíldur frá Dalsmynni,          Skuggi, 8,03

3. Einar Hólm Friðjónsson, Lýsingur frá Kílhrauni, Glaður,          7,88

 

Kappreiðar

250 m stökk

1. Einar Hólm Friðjónsson, Gustur frá Grímstungu, Glaður,          23,9

2. Signý Hólm Friðjónsdóttir, Júpíter frá Hallsstöðum, Glaður, 24,6

 

250 m brokk

1. Randi Holaker, Skáli frá Skáney, Faxi, 40,04

2. Signý Hólm Friðjónsdóttir, Júpíter frá Hallsstöðum, Glaður, 2,90

 

150 m skeið

1. Halldór Sigurkarlsson, Þyrla frá Söðulsholti, Skuggi, 17,55

2. Haukur Bjarnason, Skíma frá Skáney, Faxi, 18,69

 

250 m skeið

1. Sjöfn Sæmundsdóttir, Gnótt frá Lindarholti, Glaður, 30,30

2. Halldór Sigurkarlsson, Þyrla frá Söðulsholti, Skuggi, 31,48

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is