Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júní. 2011 11:44

Bónus vill afnema skilarétt á kjöti til birgja

Bændablaðið greinir frá því í dag að verslunarkeðjan Bónus hafi sent kjötbirgjum sínum bréf þar sem tilkynnt er að fyrirtækið vilji afnema allan skilarétt á kjötvörum frá og með 1. nóvember nk. Sama dag taka gildi reglur samkvæmt nýrri matvælalöggjöf sem m.a. snerta rekjanleika búfjárafurða. Bónus, líkt og aðrar matvöruverslanir, hefur í samskiptum sínum við kjötbirgja unnið eftir vinnureglu sem gengur út á að skilaréttur sé á kjötvöru sem ekki selst í verslunum fyrirtækisins. Á móti hafa kjötbirgjar haft verulega aðkomu að því hvað fer inn í verslanir, hvernig kjötvörum er stillt fram og jafnvel séð sjálfir um pantanir og áfyllingu. Kjötbirgjar hafa um langa hríð kvartað yfir því að skilaréttur sé þeim þungur baggi og slíkt hið sama hefur gilt um bændur. Á Búnaðaþingi árið 2009 var ályktað á þá leið að skilarétturinn stríddi gegn eðlilegu viðskiptasiðferði og mögulega stæðist hann ekki samkeppnislög.  

 

 

 

 

Það sem mun gerast ef skilaréttur kjötvara í Bónus verður afnuminn, er að verslunin sjálf mun ákveða vöruvalið, gera pantanir og bera þá rýrnun sem verður. Við þessa breytingu mun vörunúmerum og tegundum fækka til muna í versluninni. „Og að sjálfsögðu gerum við ráð fyrir því að fá lækkun á verði frá birgjum þar sem kostnaður þeirra yrði þá lítill sem enginn. Þá fá menn ekki að setja inn eins og þeim sýnist [af kjötvörum] og ég held líka að neytandinn sé ekki að biðja um allt þetta vöruval í  lágvöruverðsverslun,“ segir Guðmundur Marteinsson hjá Bónus í samtali við Bændablaðið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is