Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. júní. 2011 11:00

Umdeild mörk í tapi Víkinga á Selfossi

Víkingar frá Ólafsvík segjast varla hafa lent í annarri eins dómgæslu og boðið var upp á þegar þeir léku gegn heimamönnum á Selfossi í gærkveldi, en Víkingar urðu að þola þar 1:3 tap. Selfoss komst 2:0 yfir í fyrri hálfleiknum þar sem þeir voru betri aðilinn, en mörkin tvö voru vafasöm í meira lagi. Í því fyrra töldu Víkingar að brotið hefði verið á Einari markverði og sá sem skoraði hafi að auki sýnt háskáleik þar sem hann lyfti fæti hátt og beindi sólanum að andliti Einars. Í öðru markinu fékk varnarmaður Víkinga mikið olnbogaskot þar sem hann lá eftir blóðugur og óvígur í valnum. Víkingum tókst að rétta sinn hlut rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, þegar Edin Baslija skoraði upp úr góðri aukaspyrnu Brynjars Kristmundssonar.

 

 

 

 

Þrátt fyrir að Víkingar kæmu grimmir til seinni hálfleiks gekk þeim erfiðlega að skapa sér færi og Selfyssingar slökktu vonir þeirra þegar þeir bættu við þriðja markinu á 68. mínútu. Eftir það fjaraði leikurinn út án þess að markvert gerðist. Víkingar eru því sem fyrr með níu stig í 7. sæti deildarinnar, en í næstu umferð fá þeir KA-menn í heimsókn nk. fimmtudagskvöld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is