Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júní. 2011 02:40

Fá milljónabætur vegna lyktarmengunar frá svínabúi

Síðastliðinn föstudag dæmdi Héraðsdómur Vesturlands í máli þar sem eigendur nágrannajarðar kröfðust bóta vegna lyktarmengunar frá svínabúi Stjörnugríss á Melum í Hvalfjarðarsveit. Þar var sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit dæmt til að greiða jarðeigendum á Melaleiti 6,6 milljónir kr. í skaðabætur, auk vaxta og málskostnaðar, vegna lyktarmengunar bæði af svínahúsum á Melum og af dreifingu svínaskíts á nágrannajarðir Melaleitis.  Stjörnugrís keypti jörðina Mela vorið 1999 til að reisa þar svínabú. Eftir að fyrirtækið festi kaup á jörðinni hófst vinna við deiliskipulag fyrir þann hluta jarðarinnar þar sem fyrirhugað var að reisa svínabúið. Því andmæltu þáverandi jarðeigendurnir á Melaleiti. Í dómi héraðsdóms segir að matsmenn hafi talið að gildistaka hins umdeilda deiliskipulags á Melum haustið 1999 hafi orðið til þess að nýtingarmöguleikar jarðarinnar Melaleitis hafi skerst frá því sem áður var heimilt og þar með hafi jörðin rýrnað þannig að hún nýtist ekki til sömu nota og áður.  

 

 

 

Stefnendur í málinu eru börn fyrrum bænda á Melaleita og núverandi eigendur jarðarinnar. Fram kemur í dómsskjölum að stefnendur héldu því fram að foreldrar þeirra hafi ekki talið sér lengur vært á jörðinni eftir að deiliskipulagið á Melum hafði öðlast gildi og hafist var handa við að reisa og reka þar svínabú. Þau hafi því brugðið búi og flutt af jörðinni eftir búskap í ríflega fjóra áratugi. Með yfirlýsingu 27. nóvember 2000 ráðstöfuðu hjónin jörðinni ásamt öllum mannvirkjum og öðru því sem jörðinni fylgdi sem fyrirframgreiddum arfi til barna sinna sem hafa síðan átt jörðina í jöfnum hlutum.

 

Veruleg lyktarmengun

Í dómnum kemur fram að áliti yfirmatsmanna var markaðsverðmæti Melaleitis talið hafa numið 33 milljónum króna við gildistöku skipulagsins 23. ágúst 1999.  Verðmætisrýrnun jarðarinnar vegna skipulagsins telja yfirmatsmenn hins vegar varfærið og hóflegt að meta 20% eða 6,6 milljónir króna. Þannig hafi verðmæti jarðarinnar eftir gildistöku skipulagsins numið 26,4 milljónum króna. Jarðeigendurnir héldu því fram að sýkingarhætta stafaði frá búinu og aukin umferð væri vegna flutninga til og frá búinu. Þá segir dómari að án nokkurs vafa sé hægt að slá því föstu að lyktarmengun frá svínabúinu gagnvart Melaleiti sé veruleg og mun meiri en almennt megi gera ráð fyrir til sveita þar sem stundaður er landbúnaður. „Skiptir þá engu sú viðbára stefnda að ekki hafi farið fram mæling á þessum umhverfisáhrifum. Samkvæmt þessu fellst dómurinn á þá niðurstöðu bæði í yfir- og undirmati að deiliskipulagið fyrir Mela vegna svínabúsins hafi rýrt verðmæti Melaleitis og verður tjónið talið sennileg afleiðing af gildistöku skipulagsins,“ segir m.a. í dómi Héraðsdóms Vesturlands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is