Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júní. 2011 04:24

Brákarhátíð sífellt að stækka

Veðrið lék við bæjarbúa og gesti þeirra í Borgarnesi þegar þriðja Brákarhátíðin var haldin í gær. Greinilegt var á skreytingum í bænum og brosi á vörum íbúa að nú væri Brákarhátíð komin til að vera. Metnaður hafði verið lagður í tiltekt í hverfum og einstökum götum; blöðrur og skraut í regnbogans litum setti svip á bæinn og allir voru í hátíðarskapi. Um morguninn var byrjað á að takast á í leðjubolta í Englendingavík. Tilþrifin vantaði ekki og ánægja skein úr hverju andliti þegar knattspyrnumenn tókust á við körfuboltasnillinga. Þá var hlaupið Brákarhlaup og minnst um leið afreks Brákar á sinni tíð þegar hún reyndi að flýja undan böðlum sínum, en var loks vegin á Brákarsundi. Eftir hádegi fór skrúðganga af stað frá gamla bænum og í Skallagrímsgarð þar sem frumbyggjar Digraness voru í broddi fylkingar í líkneskjum sem yngri kynslóðin hafði gert með aðstoð annars brúðugerðarfólks.

Víkingar settu svip sinn á hátíðina í Skallagrímsgarði en þar voru einnig veittar viðurkenningar fyrir best skreyttu götuna og hverfið. Það var Þórðargata sem þótti skara fram úr í götuskreytingu en gula hverfið þótti þó bera af. Þá var farið í spurningakeppi og Rauði krossinn var með tískusýningu þar sem vel valin módel stigu fram.

Í Englendingavík var síðdegis boðið upp á siglingu í kringum eyjarnar og inn Borgarfjörð í boði Björgunarsveitarinnar Brákar og annarra bátaeigenda.

Um kvöldið var gengið fylgtu liði niður Borgarbrautina og ekki síst þar endurspeglaðist best í mannfjölda að nú er Brákarhátíðin komin til að vera í hópi bæjarhátíða. Slík stemning hefur ekki myndast síðan á bestu Sauðamessu, sögðu þeir sem gerst þekkja. Um kvöldið var grillað á götum úti og kvöldvaka í Englendingavík þar sem menn skemmtu sér fram á rauða kvöld. Þar spiluðu Hjörleifur Stefánsson og Halli og Orri. Undir varðeldi stýrði Jökull Helgason og fleiri brekkusöng svo að undir tók í Hafnarfjalli.

 

„Þessi hátíð gekk vonum framar. Tæpt þúsund mætti í Englendingavíkina, mikill mannfjöldi í Skallagrímsgarðinn og allir voru ánægðir. Veðrið var frábært og allt hjálpaði þetta okkur í Neðribæjarsamtökunum að gera daginn eftirminnilegan. Ég er sérlega ánægður með hversu íbúar tóku virkan þátt í hátiðinni og skemmtilegur rígur myndsast milli hverfa, með áherslu á skemmtilegur,“ sagði Eiríkur Jónsson formaður Neðribæjarsamtakanna að hátíð lokinni.

 

Fleiri myndir frá hátíðinni verða í næsta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is