Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júní. 2011 03:32

Syngja um háskaför á Snæfellsjökul

Nýverið sendi hljómsveitin 1860 frá sér sitt fyrsta lag til spilunar í útvarpi og hefur lagið fengið talsverða spilun á Rás 2. Hljómsveitin sækir nafn lagsins til Vesturlands og fjallar um ferðalag á Snæfellsnes, og heitir lagið einfaldlega „Snæfellsnes”. Blaðamaður mælti sér mót við sveitina áður en þeir fóru á æfingu en þeir undirbúa nú útgáfu stuttskífu í Bandaríkjunum auk þess sem þeir hafa hug á að spila víðsvegar um landið í sumar.  „Við erum búnir að spila saman í um 11 ár, ég og Hlynur,” segir Óttar G. Birgisson meðlimur sveitarinnar en ekki er hægt að segja að hann spili á eitthvað ákveðið hljóðfæri. Hlynur Hallgrímsson sér hinsvegar um sönginn að mestu leyti og spilar á ýmis konar hljóðfæri líkt og Kristján Pétursson. „Við vorum í rokkbandi en vorum ekki mjög mikið að semja rokk. Þegar sú sveit hætti fengum við Kristján til liðs við okkur, aðallega því hann er góður á harmonikku og sleipur á kontrabassa,” segja þeir félagar Óttar og Hlynur. 

Spila allir á öll hljóðfærin

 

„Við viljum helst allir geta spilað á öll hljóðfærin en svo fáum við af og til hjálp, til dæmis spilar enginn okkar á trommur og á plötunni fáum við trommara til liðs við okkur,” segja strákarnir allir þrír sem stefna greinilega langt. Þann 25. júlí kemur út fyrsta plata sveitarinnar en hún komst nýverið á samning hjá Gravitation Records í Bandaríkjunum. „Við syngjum bæði á íslensku og ensku. Sá sem hafði samband við okkur og sér um okkar mál úti sagði að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því hvort við værum að syngja á íslensku eða ensku. Ef lagið yrði til á íslensku þá væri það bara íslenskt. Þetta snýst allt um tilfinninguna í laginu og til dæmis þá hét lagið „Snæfellsnes” fyrst „Snow Mountain Peninsula”. Núna er bara kjánalegt að syngja enska textann við lagið,” segja þeir félagar.

 

Eru til í að spila á árshátíð Snæfellsbæjar

 

Skyldu þeir hafa talið hversu oft þeir segja Snæfellsnes í laginu? „Nei við höfum nú reyndar ekki gert það, það er kannski tvisvar of oft,” segir Óttar og hlær. Texti lagsins fjallar um ferð sem að Hlynur fór í með félögum sínum upp á Snæfellsjökul þar sem þeir lentu í hremmingum. „Við fórum þarna upp á fjórhjóladrifnum Mitsubishi Space Wagon, sem var eini fjórhjóladrifni bíllinn sem við gátum útvegað okkur. Við fórum upp á jökulinn í snjóbrettaferð og það gekk vel að komast upp. Þegar við ætluðum svo að fara aftur niður sáum við að slóðinn sem við höfðum farið upp var ónýtur eftir umferð vélsleða. Við þurftum því að grafa nýja leið og það tók örugglega um fjóra tíma. Við vildum frekar redda okkur, vorum þokkalega vel búnir. Síðan gekk þetta svo illa að við ákváðum að hringja í björgunarsveit en þá vildi ekki betur til en svo að eini síminn sem við höfðum varð batteríslaus. Þá þurftum við bara að moka eða verða ella úti á jöklinum,” segir Hlynur.

Strákarnir segjast ekki hafa fengið nein bein viðbrögð frá Snæfellsnesi vegna lagsins en segjast vera meira en til í að kíkja á árshátíð Snæfellsbæjar. „Lagið myndi örugglega slá í gegn þar,” segja þeir að endingu.

 

Sjá og hlusta á lagið Snæfellsnes

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is