Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júní. 2011 01:29

Sjálfboðaliðastarf RKÍ eflt í Borgarnesi

Sjálfboðaliðar Rauða kross Íslands starfa víða um land og vinna ómetanlegt starf við að aðstoða þá sem hjálpar eru þurfi. RKÍ rekur nokkrar svæðisstöðvar á Vesturlandi og er ein þeirra í Borgarnesi. Þar er starfsmaður Elísa Harpa Grytvik. Hún segir starf deildarinnar hefðbundið líkt og víða annarsstaðar.  Tekið er við fatnaði og hann flokkaður og boðinn til sölu gegn vægu gjaldi eða sendur í úthlutanir, kröftugt ungliðastarf er í gangi, boðið er upp á foreledramorgna þar sem foreldrar með ung börn hittast og opin hús eru einu sinni í viku. Nú er í gangi undirbúningur að eflingu heimsóknarvinaþjónustu og þjálfun sjálfboðaliða til að sinna því starfi. Nokkrir sjálfboðaliðar hafa þegar aflað sér réttinda til að gerast heimsóknarvinir en fleiri eru að bætast við. Auk mennskra sjálfboðaliða er nú Chihuahua tíkin Röskva (8 ára) að bætast í hópinn, ásamt umsjónarmanni sínum, og verður um leið fyrsti heimsóknarhundur RKÍ á Vesturlandi.

 

 

 

Elísa segir að nú verði lögð áhersla á að heimsækja gamalt fólk og þá sem eru félagslega einangraðir. Röskva mun þó að líkindum einvörðungu fara í heimsóknir á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Umsjónarmaður Röskvu er Margrjet Lára Estherardóttir. Hún hefur áður starfað á Hrafnistu og farið með hund í heimsóknir þangað. Hún segir reynslu af því mjög jákvæða þegar eldra fólk og þeir sem eru einmana fái heimsóknir hunda og margir lifni við þegar komist í návígi við þá, ekki síst þeir sem kljást við heilabilun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is