Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júní. 2011 11:01

Kominn litur á repjuakrana

Þessa dagana er sláttur er að fara af stað á bæjum víða um Vesturland en yfirleitt eru það slægjur sem fengu áburðargjöf snemma í vor. Auk slægja í Belgsholti í Melasveit er þar einnig kominn litur á kornakrana, en Belgsholt er eitt þeirra kornbýla þar sem sáð var fyrir repju, olíufræi, í vor. Haraldur Magnússon bóndi sagði í samtali við Skessuhorn að eitt afbrigðanna þriggja sem hann sáði fyrir repjunni væri að standa sig, það er galileo afbrigðið sem er í tveimur hekturum. Annað afbrigðið, sem kallast goja, drapst en það þriðja sem sáð var og lifir er í smáskika akursins. “Þetta er í fyrsta skipti sem ég sái hér í Belgsholti fyrir repju og veit því ekkert hverju má búast við, frekar en með uppskeruna yfirleitt þetta sumarið. Þetta er búið að vera skelfileg sprettutíð, bæði kalt og vætulaust alveg frá því í byrjun maí. Þótt við þurfum sjálfsagt ekki að kvarta hér á Vesturlandi miðað við önnur svæði á landinu,” segir Haraldur í Belgsholti.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is