Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. júní. 2011 09:01

Vísir að aldingarði í Reykholti

Síðustu dagana hefur staðið yfir gróðursetning á þremur stöðum í Reykholti í Borgarfirði. Settir hafa verið niður græðlingar ávaxtatrjáa sem vonast er til að geti orðið vísir af aldingarði á staðnum. Á síðustu árum hefur töluvert myndarlegur skógur vaxið upp ofan við byggðina í Reykholti sem farinn er að mynda skjól og breyta veðráttu á staðnum. Þetta verkefni nú er samstarfsverkefni prestssetursins og Skógræktarfélags Borgarfjarðar og er einnig liður í rannsóknaverkefni Garðyrkjufélags Íslands, sem er að prófa mismunandi yrki ávaxtatrjáa vítt og breitt um landið.

 

 

 

 

Friðrik Aspelund formaður Skógræktarfélags Borgarfjarðar segir að sett verði niður á þremur stöðum í reitina við Reykholt, við stíginn upp að skóginum, í jaðarinn austan við þorpið og við Eggertsflöt. “Við setjum niður 60 ólík yrki þannig að ég held við getum verið vongóð um að fá einhverja uppskeru,” segir Friðrik, en meðal annar eru gróðursett eplatré, kirsuberjatré, perutré og plómutré. Tilraunir hófust með gróðursetningu aldintrjáa í Reykholti fyrir þremur árum, en þá voru sett niður eplatré. Sú gróðursetning hefur enn ekki skilað uppskeru, enda að mati Friðriks of skammtur tími liðinn til þess. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is