Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júní. 2011 03:45

Best er að sigra heiminn með brosi

Mummi og Nael eru gælunöfn manna sem heita fullu nafni Mohammed Al-Nazer og Nael Rajabi. Þeir eru 25 ára gamlir og fæddir og uppaldir í Palestínu. Síðan snemma á unglingsárum hafa þeir félagarnir verið virkir í starfi Rauða hálfmánans í heimalandi sínu við störf tengd sjúkraflutningum og einnig hafa þeir um árabil verið hluti af trúðahópi sem ferðast um Palestínu og heimsækir sjúkarhús, skóla og munaðarleysingjahæli og létta stríðshrjáðum börnum lífið með alls kyns fíflagangi, en kynna einnig starf Rauða hálfmánans og ýmis hagnýt atriði varðandi fyrstu hjálp og hvernig eigi að nota neyðarnúmer (112) með klaufalegum og ansi spaugilegum trúðstilburðum.  Þeir félagar hafa verið hér á landi síðan í janúar síðastliðnum og farið víða, heimsótt grunnskóla og troðið upp með sitt trúðsprógram.

Einnig hafa þeir haldið fræðslufundi um heimaland sitt og þær aðstæður sem þeir búa við fyrir framhaldsskóla og almenning. Allt í sjálfboðavinnu og hafa gaman af.

Blaðamaður Skessuhorns settist niður með þeim félögum og átti spjall um uppruna þeirra og störf hér heima og erlendis. Fróðlegt viðtal við þá félaga er í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is