Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. júní. 2011 09:01

Hollenskur fornbílaklúbbur á akstri um Snæfellsnes

Í liðinni viku tóku eflaust margir eftir fríðum flokki Volkswagen fornbíla sem fór um Vesturland. Bílarnir voru flestir svokölluð rúgbrauð að gerð en einnig voru með í för bjöllur. Samtals voru bílarnir 28 talsins en þeir eru í eigu meðlima hollensks Volkswagen fornbílaklúbbs. Klúbbfélagar komu hingað með Norrænu og ætla að aka í kringum landið á tveimur vikum. Á meðal þess sem var á dagskrá utan dagleiða var að fara á landsmót Fornbílaklúbbs Íslands sem haldið var um nýliðna helgi. Íbúar og þeir sem áttu leið um Snæfellsnes miðvikudaginn 22. júní urðu líklega varir við flotta bíla sem ekið var í nokkrum litlum hópum. Blaðamaður Skessuhorns hitti á klúbbfélaga þar sem þeir voru að leggja upp í dagsferðina frá Borgarnesi og ók síðan framhjá þeim á leiðinni þar sem ein bjallan hafði bilað. Hópurinn hittist síðan allur í Berudal áður en haldið var áfram í gegnum Snæfellsbæ og Grundarfjörð.

 

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is