Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. júlí. 2011 08:01

Bátadagar um helgina og opnun hlunnindasýningar í kvöld

Nú á vormánuðum hafa gríðarmiklar framkvæmdir staðið yfir í Mjólkurbúinu á Reykhólum, eins og húsið hefur löngum verið kallað. Ný sýning hefur litið dagsins ljós, helguð bátavernd og hlunnindum Breiðafjarðar. Að þessu verkefni standa Reykhólahreppur, Æðarvé og Félag áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar. Harpa Eiríksdóttir, ferðamálafulltrúi Reykhólahrepps sem í samtali við Skessuhorn að formleg opnun sýningarinnar verði í kvöld, föstudaginn 1. júlí klukkan 18. „Opnunin tengist hinum árlegu bátadögum sem verða nú um helgina. Bátadagar eru hátíð trébátaeiganda og hefur verið árviss frá 2007. Þar er siglt í nafni bátaverndar til að stuðla að auknum áhuga á íslenskum trébátum og þeirri menningarsögu sem þeim tengist. Upplýsingar um siglingaleiðir og önnur verkefni má sjá á vefnum batasmidi.is,“ segir Harpa.

Sýningin um bátavernd og hlunnindi Breiðafjarðar verður opin alla daga í sumar til 31. ágúst klukkan 10-18.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is