Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. júní. 2011 01:27

Segir launamun milli Norðuráls og Fjarðaáls óviðunandi

Í gær boðaði Verkalýðsfélag Akraness starfsmenn Norðuráls til fundar í Bíóhöllinni á Akranesi. Mæting var góð en um helmingur starfsmanna mætti til fundarins og greinilegt að mikill áhugi var fyrir því sem ræða átti. Tilefni fundarins var nýr kjarasamningur starfsmanna Fjarðaáls á Reyðarfirði þar sem þeim voru nýverið tryggðar umtalsverðar launahækkanir.  Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness sagði í samtali við Skessuhorn að hann teldi það ekki viðunandi að starfsmenn Norðuráls nytu ekki sömu kjara og starfsmenn Fjarðaráls. „Eigendur Fjarðaáls eru að umbuna sínum starfsmönnum og það eru fjölmargir sem fá launahækkun upp á 70-85 þúsund krónur á mánuði. Fjarðaál er ungt fyrirtæki og fyrst þeir geta hækkað launin eins mikið og raun ber vitni þá sé ég ekki af hverju Norðurál ætti ekki að geta það. 

Það verður reyndar að viðurkennast að starfsmannavelta Fjarðaáls er mikil og það er væntanlega ein af stærstu ástæðum þess að farið er út í slíkar launahækkanir, svo fólk haldist í störfunum. Engu að síður teljum við þetta ekki viðunandi mismun,” segir Vilhjálmur.

 

Launaliður kjarasamnings starfsmanna Norðuráls var laus um síðustu áramót og segir Vilhjálmur að í samningnum sé ákvæði þess efnis að nýr samningur um laun verði afturvirkur til áramóta og því njóti starfsmennirnir væntanlegrar launahækkunar frá áramótum þó komið sé fram á sumar. Starfsmenn Norðuráls hafa ekki verkfallsrétt þar sem einungis er verið að semja um laun en Vilhjálmur segist bjartsýnn á að forsvarsmenn Norðuráls hækki laun til jafns við Fjarðaál. Fyrsti sameiginlegi fundur VLFA, FIT, Stéttarfélags Vesturlands, VR og RSÍ með forsvarsmönnum Norðuráls og SA verður hjá ríkissáttasemjara á mánudaginn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is