Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. júní. 2011 02:09

Góður sigur Víkinga á KA mönnum

Víkingar unnu sinn annan heimasigur í röð þegar þeir lögðu norðanmenn úr KA á Ólafsvíkurvelli í gærkveldi. Um hörkuviðureign var að ræða þar Víkingar sigruðu 2:1. Þar með höfðu liðin sætaskipti í deildinni, Víkingar eru nú komnir í 9. sætið með 12 stig en KA menn í því 10. með tíu stig. Blíðskaparveður var í Ólafsvík þegar leikurinn fór fram. Heimamenn byrjuðu betur en engu að síður fengu þeir á sig mark strax á níundu mínútu, þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson sóknarmaður norðanmanna gleymdist í teignum og náði að skalla boltann í markið. Norðanmenn drógu sig til baka eftir markið og vörðust sóknum heimamanna, en á 42. mínútu dró til tíðinda. Þá var brotið á Guðmundi Steini Hafsteinssyni framherja Víkinga í vítateignum. Á punktinn steig vítaskytta Víkinga Artjoms Goncars sem skoraði af öryggi framhjá Sandor Matus í marki gestanna.

 

 

 

Staðan var því 1:1 í leikhléinu og seinni hálfleikur fór fjörlega af stað líkt og sá fyrri þar sem heimamenn stjórnuðu ferðinni. Um miðbik hálfleiksins fékk Guðmundur Steinn besta færi leiksins eftir klaufagang í vörn gestanna. Boltinn hrökk beint fyrir fætur Guðmundar sem var einn á móti Sandor markverði KA sem varði vel. Nokkrum mínútum síðar komst Guðmundur aftur í dauðafæri og í þetta skipti tókst honum að koma boltanum framhjá Sandor. Reyndist það sigurmark leiksins en síðasta stundarfjórðunginn pressuðu gestirnir stíft og heimamenn áttu í vök að verjast, en Einar Hjörleifsson markvörður Víkinga sem var að spila sinn 200. leik með liðinu var betri en enginn og greip oft vel inn í.

 

Næsti leikur Víkinga verður á Ólafsvíkurvelli föstudaginn 8. júlí þegar lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík koma í heimsókn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is