Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. júlí. 2011 10:01

Áform um stórt hótel í gamla bókasafnshúsinu

Þessar vikurnar eru í ferli breytingar á deiliskipulagi á svokölluðum stofnanareit á Akranesi, nánar tiltekið lóðinni númer 40 við Heiðarbraut, þar sem fyrir er fyrrum húsnæði Bókasafns Akraness. Þegar nýtt bókasafn var byggt í verslunarmiðstöðinni við Dalbraut var félaginu Skarðseyri ehf. selt gamla bókasafnshúsið. Eigendurnir með Bjarna Jónsson, fjárfesti og athafnamenn í broddi fylkingar, áætla að byggja stórt hótel við Heiðarbrautina ásamt niðurgröfnum bílakjallara.  Teikningar og hönnun nýja hótelsins gera ráð fyrir viðbyggingu vestan og austan við gamla bókasafnshúsið, auk nýrrar hæðar ofan á núverandi hús. Viðbyggingin yrði álíka stór að grunnfleti og sú sem fyrir er. Bílakjallarinn við væntanlegt hótel verður undir viðbyggingu og garðsvæði.

Ekki er þó gert ráð fyrir að hópferðabílar með hótelgesti myndu koma inn á lóðina, heldur yrði farþegum og farangri skilað út á plani við Háholt gegnt hótelinu.

 

Ekki náðist í Bjarna Jónsson forsvarsmann Skarðseyrar ehf. vegna vinnslu fréttarinnar, en deiliskipulagstillagan var auglýst nýlega, reyndar í annað sinn vegna tæknilegra annmarka í fyrri auglýsingu. Athugasemdarfrestur við hana er til 2. ágúst næstkomandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is