Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. júlí. 2011 08:01

HÍ eflir samstarf við vísindamenn á landsbyggðinni

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands og Líf- og umhverfisvísindadeild skólans hafa undirritað samkomulag sem hefur það markmið að styrkja tengsl stofnunarinnar og einstakra starfseininga hennar á landsbyggðinni. Þetta samkomulag snertir m.a. Rannsóknasetur HÍ á Snæfellsnesi þar sem Jón Einar Jónsson kennir bæði dýrafræði hryggdýra og fuglafræði auk þess sem Þórður Örn Kristjánsson doktorsnemi rannsakar varphætti æðarfugls.  „Með því á að efla rannsóknir og kennslu á sameiginlegum fræðasviðum aðilanna tveggja en víða um land eru stundaðar rannsóknir í líf- og umhverfisvísindum á vegum rannsóknarsetra Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningu um samstarfið.

 

 

 

 

Samkomulagið er til þriggja ára og tók gildi sl. föstudag. Samkvæmt því verður heimilt að fela akademískum starfsmönnum Stofnunar rannsóknasetra kennsluskyldu við Líf- og umhverfisvísindadeild sem nemur allt að 20% af starfshlutfalli viðkomandi starfsmanns. Gert er ráð fyrir að kennslan verði á þriðja ári í grunnnámi eða á framhaldsstigi. Þá er akademískum starfsmönnum stofnunarinnar einnig heimilt að leiðbeina nemendum í meistara- og doktorsnámi og eftir atvikum að sitja í meistara- og doktorsnefndum við Líf- og umhverfisvísindadeild. Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands eða einstökum rannsóknasetrum er jafnframt heimilt að annast tiltekin námskeið í heild sinni, s.s. vettvangsnámskeið, samkvæmt ákvörðun Líf- og umhverfisvísindadeildar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is