Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. júlí. 2011 07:01

Bátadagar á Breiðafirði gengu vonum framar

Um síðustu helgi fóru fram hinir árlegu bátadagar á Breiðafirði, sem Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar standa fyrir. Á hátíðinni koma eigendur trébáta saman og sigla um Breiðafjörð eftir fyrirfram ákveðnum leiðum. Nú var fyrirkomulag þannig að á laugardeginum sigldi einn hópur frá Stykkishólmi og annar hópur lagði af stað frá Reykhólum. Siglt var undir stjórn manna sem þekkja fjörðinn vel og eyjarnar sem einkenna hann. Hóparnir höfðu ráðgert að hittast í Rauðseyjum og Rúfeyjum en ekki fór þó betur en svo að hópurinn frá Reykhólum gat ekki siglt út á fjörðinn þar sem veður var ekki nógu hagstætt. Hópurinn frá Hólminum hafði ætlað að sigla með hinum til baka og gista á Reykhólum en þurfti að snúa til baka vegna veðursins sem aftraði hinum hópnum, en náði þó út í Rauðseyjar og Rúfeyjar áður en snúið var við.

 

 

 

 

Hjalti Hafþórsson, einn af skipuleggjendum bátadaganna, sagði í viðtali við Skessuhorn að allt hefði þó gengið framar vonum. „Það er ekki hægt að treysta á neitt þegar veðrið er annars vegar en við getum samt ekki sagt annað en að allt hafi gengið vel þó að áætlaðar ferðir hafi fallið niður. Við hér á Reykhólum sigldum þess í stað hérna í nágrenninu og fórum ekki langt. Svo á sunnudeginum fórum við samkvæmt áætlun út í Akureyjar en hópurinn var auðvitað minni en hann átti að vera þar sem bátarnir komust ekki frá Stykkishólmi. Alls fóru héðan átta bátar og sex lögðu upp frá Hólminum,” segir Hjalti.

 

Talsvert af fólki var á Reykhólum um helgina en þar voru fjölmargir á ættarmóti auk gesta bátadaganna. Margir litu við á sýningunni „Bátavernd og hlunnindanytjar” sem opnuð var á Bátasafninu á föstudaginn. „Við erum svo á leiðinni á Húsavík og verðum þar með kynningu á safninu á hátíðinni „Sail Húsavík” sem er norræn strandmenningarhátíð helgina 16.-23.júlí,” sagði Hjalti Hafþórsson að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is