Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. júlí. 2011 09:01

Átak um rétt staðsetta póstkassa í dreifbýli

Íslandspóstur mun í sumar standa að átaki um rétta staðsetningu póstkassa í dreifbýli. Pósti er dreift til um 6000 heimila í dreifbýlinu og fer dreifing þannig fram að almennum bréfapósti er dreift í póstkassa en skráðum sendingum ekið heim til íbúa. Í fréttatilkynningu frá Íslandspósti segir að dreifing pósts um dreifbýli landsins fari fram með landpóstum sem séu eins konar pósthús á hjólum. Árlega aki þeir um 3,5 milljónir kílómetra fimm daga vikunnar og til að tryggja öryggi og áreiðanleika í póstafhendingu sé mikilvægt að póstkassar séu staðsettir á réttum stöðum, vel merktir með nafni íbúa og bæjarnafni. Þá sé mikilvægt að tæma póstkassa daglega.

 

 

 

 

Í sumar verður gert átak í að póstkassar séu rétt staðsettir. Slíkt fer eftir ýmsum tilmælum sem getið er um í reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu. Almenna reglan er sú að póstkassi skal vera staðsettur við vegamót ef heimreið er 50 metrar eða lengri. Póstkassi skal ekki vera staðsettur fjær en 500 metra frá húsi að jafnaði, en þó eru á því undantekningar ef heimreið er yfir 2000 metrar að stöku heimili. Landpósturinn mun hafa samband við íbúa þar sem þarf að breyta staðsetningu póstkassa og vonast er til að þessar breytingar valdi sem minnstum óþægindum og að viðskiptavinir sýni skilning, segir að lokum í tilkynningu frá Íslandspósti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is