Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. júlí. 2011 11:37

Lögregla ánægð með gæsluaðila á Írskum dögum

Lögreglan á Akranesi sinnti á milli áttatíu og níutíu málum um nýliðna helgi og telst hún með þeim rólegri þegar Írskir dagar hafa farið fram. Þó var í nægu að snúast þrátt fyrir að færra fólk væri í bænum vegna hátíðarinnar en oft áður. Sex ökumenn voru færðir á lögreglustöð grunaðir um ölvun við akstur og var einn þeirra einnig grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Þrjár líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu og í einu tilvikinu voru tveir 17 ára piltar handteknir grunaðir um að hafa ráðist á og slasað tvo. Þetta mál ásamt fimm öðrum voru tilkynnt til barnaverndaryfirvalda þar sem hlutaðeigandi voru undir lögaldri.  Einnig bárust margar tilkynningar til lögreglu um fólk sem hafði lognast út af hér og þar, enda búið að skemmta sér full lengi. Því fólki var komið á fætur og til síns heima enda mun betra að sofa í eigin rúmi.

Tveir þurftu að gista fangageymslur vegna ölvunar. Lögreglumenn á Akranesi eru sammála um að öflug gæsla á Lopapeysuballinu og tjaldstæðunum við Kalmansvík hafi ráðið miklu um hversu vel þessi helgi fór fram. Öryggismiðstöðin og Björgunarfélag Akraness fá lof frá lögreglu fyrir frammistöðu sína á þessum stöðum. Þá segir lögregla að þótt leitt sé að beita þurfi aldurstakmörkunum og stífri gæslu á tjaldstæðinu þessa Helgi, þá hafi það sannað sig og skilað sér í ánægjulegri helgi fyrir fjöldann.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is